Bikarmeistarar Vals mæta nágrönnum sínum í Víkingi í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var til 16 liða úrslitanna í hádeginu í dag.
Þrjá viðureignir verða á milli liða úr Pepsi-deildinni í næstu umferð en auk leik Víkings og Vals mætast Stjarnan og ÍBV annars vegar og ÍA og Breiðablik hinsvegar.
KR-banarnir í Selfossi fengu 3. deildar lið Víðis á heimavelli og Vestri úr 2. deildinni mætir Fram.
Leikirnir fara fram 8. og 9. júní.
Drátturinn í 16 liða úrslitin:
Víkingur - Valur
Stjarnan - ÍBV
Vestri - Fram
Þróttur - Grótta
Grindavík - Fylkir
Selfoss - Víðir
FH - Leiknir R.
ÍA - Breiðablik
Bikarmeistararnir fara í Fossvoginn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn






„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti



„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
