Fótbolti

Króatar lærðu ekki af Íslandsleiknum og fá bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Króata í leiknum í Zagreb 2013.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Króata í leiknum í Zagreb 2013. Vísir/Getty

Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014.

Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb.

Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum.

Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins.

Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn.

Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi.

Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.

Króatar fagna sigrinum á Íslandi. Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Simunic er ekki búinn að gefast upp

Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju.

FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi

Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri.

Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi

Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.