Dagur búinn að skipta um skoðun um ástæðu velgengni karlalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 14:00 Dagur SIgurðsson var í panel með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Unu Steinsdóttur og Ivan Bravo. Vísir/Anton Brink Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45