Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:19 Nú má nefna börn Ugluspegill, Kinan, Silfra, List og Susie. vísir/getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað. Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað.
Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17