Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:19 Nú má nefna börn Ugluspegill, Kinan, Silfra, List og Susie. vísir/getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað. Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað.
Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17