Telur að úthlutun listamannalauna sé í fullu samræmi við stjórnsýslulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2016 11:24 Haraldur vildi meðal annars fá að vita hvort fyrirkomulag úthlutunarinnar stæðist stjórnsýslulög. Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11