Telur að úthlutun listamannalauna sé í fullu samræmi við stjórnsýslulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2016 11:24 Haraldur vildi meðal annars fá að vita hvort fyrirkomulag úthlutunarinnar stæðist stjórnsýslulög. Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna er þess eðlis að það stenst stjórnsýslulög. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Haralds Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Í frétt Vísis frá í janúar kom meðal annars fram að stjórn Rithöfundasambandsins hafi valið nefndina sem úthlutar laununum. Þegar laununum var úthlutað kom á daginn að flestir stjórnarmeðlimir fengu launum úthlutað. Svar ráðherrans bar með sér að í raun væri það ekki stjórn fagfélagsins sem veldi nefndina heldur skuli það gert á aðalfundi eða formlega boðuðum fundi félagsins. Lög séu í gildi um launin og á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð um nánari útfærslu á úthlutun launanna. „Með því að hafa þennan hátt á telur ráðherra að úthlutunin standist stjórnsýslulög,“ segir í svarinu. Þá kemur einnig fram að ekki hafi komið til álita að binda úthlutun launanna við tekjur listamannanna. Listamannalaunin séu í mörgum tilfellum eini möguleiki starfandi listamanna til að helga sig listsköpun sinni óskipt. „Þó svo að allir starfandi listamenn geti sótt um listamannalaun hefur reynslan sýnt að tekjuhæstu listamenn þjóðarinnar sækja alla jafna ekki um listamannalaun,“ segir meðal annars í svarinu. Einnig kemur fram að hámarkstími sé á því í hve langan tíma listamaður getur þegið launin í einu. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur að nú þegar séu einstök verkefni styrkt en ekki einstakir listamenn og að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um að styrkja frekar unga og nýja listamenn. Það komi hins vegar til álita. Svarið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Listamannalaun Tengdar fréttir Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30 Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Formaður rithöfundasambandsins vænir fjölmiðla um rangfærslur og óhróður Kristín Helga Gunnarsdóttir segir rithöfunda hafa verið tjargað og fiðraða í umræðunni um listamannalaunin. 3. mars 2016 10:30
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11