Líkir spillingu við krabbamein Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2016 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu. vísir/epa David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, boðar alþjóðlegt samstarf gegn spillingu, með það meginmarkmið að ná aftur fé úr skattaskjólum. Á leiðtogafundi í London, sem hann boðaði til í gær, sagði hann að Bretland myndi gera erlendum fyrirtækjum, sem eiga eignir á Bretlandi, skylt að gera opinberlega grein fyrir eignunum. Fleiri lönd hafa boðið sams konar aðgerðir, þar á meðal Frakkland, Holland, Afganistan og Nígería. Bandaríkin hafa þó ekki viljað vera með. „Lykillinn er að auka gagnsæið,“ sagði Cameron í opnunarræðu sinni á leiðtogafundinum. Hann sagði spillingu vera „krabbamein í innsta kjarna svo margra þeirra vandamála sem við þurfum að takast á við í heiminum“. Baráttan gegn spillingu væri ekki síst nauðsynleg til að ráðast gegn öfgafólki, sem þrífst í skjóli hennar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og sagði spillingu kynda undir glæpum og hryðjuverkum. „Spillingin er augljóslega jafn mikill óvinur okkar, vegna þess að hún eyðileggur heilu þjóðríkin ekki síður en sumir þeirra öfgamanna sem við erum að berjast við.“ Meðal þátttakenda voru bæði Ahshraf Ghani, forseti Afganistans, og Muhammed Buhari, forseti Nígeríu. Cameron heyrðist fyrr í vikunni segja við Elísabetu drottningu að þessi tvö lönd væru líklega þau spilltustu í heimi. Hvorki Ghani né Buhari létu þó þessi orðs Camerons á sig fá, heldur gengust fúsir við því að spilling þrifist í löndum sínum. Þeir segjast báðir ætla að vera áfram virkir þátttöku í baráttunni gegn þeirri spillingu. „Við þurfum að hafa hugrekki til að nefna vandamálið á nafn,“ sagði Ghani um spillinguna í Afganistan. Ef menn væru stöðugt í afneitun eða kenndu hver öðrum um, þá þokaðist ekkert. Buhari krefst þess síðan að öllum þeim miklu fjármunum, sem stolið hafi verið frá Nígeríu, verði skilað til baka fljótt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, boðar alþjóðlegt samstarf gegn spillingu, með það meginmarkmið að ná aftur fé úr skattaskjólum. Á leiðtogafundi í London, sem hann boðaði til í gær, sagði hann að Bretland myndi gera erlendum fyrirtækjum, sem eiga eignir á Bretlandi, skylt að gera opinberlega grein fyrir eignunum. Fleiri lönd hafa boðið sams konar aðgerðir, þar á meðal Frakkland, Holland, Afganistan og Nígería. Bandaríkin hafa þó ekki viljað vera með. „Lykillinn er að auka gagnsæið,“ sagði Cameron í opnunarræðu sinni á leiðtogafundinum. Hann sagði spillingu vera „krabbamein í innsta kjarna svo margra þeirra vandamála sem við þurfum að takast á við í heiminum“. Baráttan gegn spillingu væri ekki síst nauðsynleg til að ráðast gegn öfgafólki, sem þrífst í skjóli hennar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og sagði spillingu kynda undir glæpum og hryðjuverkum. „Spillingin er augljóslega jafn mikill óvinur okkar, vegna þess að hún eyðileggur heilu þjóðríkin ekki síður en sumir þeirra öfgamanna sem við erum að berjast við.“ Meðal þátttakenda voru bæði Ahshraf Ghani, forseti Afganistans, og Muhammed Buhari, forseti Nígeríu. Cameron heyrðist fyrr í vikunni segja við Elísabetu drottningu að þessi tvö lönd væru líklega þau spilltustu í heimi. Hvorki Ghani né Buhari létu þó þessi orðs Camerons á sig fá, heldur gengust fúsir við því að spilling þrifist í löndum sínum. Þeir segjast báðir ætla að vera áfram virkir þátttöku í baráttunni gegn þeirri spillingu. „Við þurfum að hafa hugrekki til að nefna vandamálið á nafn,“ sagði Ghani um spillinguna í Afganistan. Ef menn væru stöðugt í afneitun eða kenndu hver öðrum um, þá þokaðist ekkert. Buhari krefst þess síðan að öllum þeim miklu fjármunum, sem stolið hafi verið frá Nígeríu, verði skilað til baka fljótt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira