Íslenski boltinn

Ólafur Karl með slitið krossband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/gva
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið á þessu keppnistímabili.

Eins og óttast var er Ólafur Karl með slitið krossband en hann varð fyrir meiðslunum í 2-1 sigri Stjörnunnar gegn Víkingi í annarri umferð deildarinnar.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti við Vísi eftir 6-0 sigur liðsins á Þrótti í kvöld að Ólafur væri með slitið krossband og hann verður lengi frá.

Í samtali við mbl.is segir Ólafur að „allt sé farið inni í hnénu“ og hann verði frá í átta til tólf mánuði.

Ólafur Karl var frábær meistaraár Stjörnunnar 2014 og skoraði þá ellefu mörk í 21 leik og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn í úrslitaleik gegn FH. Í fyrra skoraði hann þrjú mörk í 16 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×