Bananarnir flugu fyrir utan árshátíð Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:00 Hópurinn beinar aðgerðir stóð fyrir mótmælum fyrir utan Hótel Sögu í gær þar sem árleg þingveisla Alþingis var haldin. Vísir/Getty/Vilhelm/Ernir Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07