Innlent

Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra.
Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm
Lögregla var kölluð að heimili Bjarna Benediktssonar í kvöld vegna fámenns hóps mótmælenda sem safnast höfðu saman bak við hús ráðherrans. Um tíu mótmælendur voru á svæðinu að sögn lögreglu.

Lögreglan var kölluð á staðinn til þess að tryggja ráðherranum og fjölskyldu hans frið. Mótmælin voru boðuð fyrir um viku af hóp sem kallar sig „Beinar aðgerðir“. Yfirskrift mótmælanna var „Grillum á kvöldin - sækjum þau heim.

Hópurinn hvatti landsmenn alla til að mæta með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Svo virðist sem að landsmenn hafi ekki svarað kalli skipuleggjenda mótmælanna sem voru fámenn.

Mótmælin voru harðlega gagnrýnd af fjölmörgum sem lýstu vanþóknun sinni á framtakinu með hjálp Facebook. Meðal þeirra sem gagnrýndu mótmælin voru Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×