Umhverfisráðherra fagnar því ef Jón Gunnarsson býr yfir fjármunum til að bjarga Mývatni Birta Björnsdóttir. skrifar 7. maí 2016 13:56 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“ Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar því að fólk láti sig málefni Mývatns varða en segir að ekki þurfi áskorun frá Landvernd til að ráðuneytið grípi til aðgerða. Hún segir nauðsynlegt að kalla alla fagaðila að borðinu, hún hafi fengið skýrslur sem sýni að ástandið á Mývatni sé ekki af mannavöldum. Landvernd sendi forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra áskorun fyrr í vikunni um að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns. Sigrún Magnúsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra.„Bæði höfum við verið að bregðast við og höfum ekki þurft áskorun frá Landvernd til þess. Ég er bara alltaf ánægð með það þegar maður heyrir frá hagsmunaaðilum. Það sýnir áhuga á málinu og við erum hamingjusöm með það umhverfisráðuneytið. En það er ekki þannig að við höfum beðið eftir bréfi frá Landvernd til að hugsa um Mývatn vegna þess að bæði er nú rannsóknarstöð starfandi allt árið varðandi Mývatn og þar sem að við sáum ýmislegt var að gerast undanfarið þá fengum við líka fræðimann sem að hafði unnið áður hjá okkur á Umhverfisstofnun til að líka gera úttekt á Mývatni og Þingvallavatni með tilliti til þess hvort þetta væri út af aukningu á ferðamanna og þess vegna frárennsli frá mannfólkinu. En þetta er bara mál sem er stöðugt í meðhöndlun hjá okkur í umhverfisráðuneytinu og bara mjög eðlilegt þegar við heyrum svona frá fleirum að við köllum þessa aðila, sem nú hafa látið í sér heyra, að borðinu með okkur ásamt okkar vísindafólki og við förum yfir stöðuna,“ segir Sigrún. Hún segist hafa viljað sameina rannsóknarstofnanir en heimamönnum hafi ekki hugnast það. „En ég vil nú benda á að það er meira en þetta sem við höfum verið að gera. Við höfum hugsað um þessar perlur okkar eins og aðrar. Við höfum flutt tillögu á Alþingi að sameina rannsóknarstofuna við Mývatn við náttúrustofnun til að geta eflt og gert víðtækara rannsóknarstarf. Hún er föst í þinginu, fólk hefur einhvern veginn ekki hugnast sú sameining. Þessi tillaga kom frá forstöðumönnunum ein heimamönnum hugnaðist ekki sú sameining.“ Í áskorun Landverndar segir að lífríki Mývatns sé í bráðri hættu vegna næringaefnaauðgunar. Kúluskíturinn sé horfinn og hornsíla- og bleikjustofn vatnsins sé ekki svipur hjá sjón. Forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að ástandið í vatninu væri af mannavöldum, meðal annars vegna frárennslis við þéttbýli, áburðargjafar og iðnreksturs. „Þetta er engin vá sem er að koma upp í dag eða gær. Þetta er það sem við höfum verið að skoða undanfarið ár. En það er alveg sjálfsagt og ég hef sagt það, maður bregst við og köllum alla aðila að borðinu í næstu viku til að fara yfir hvað er að. En ég ítreka að ég hef fengið skýrslur í hendur sem sanna ekki að þetta sé út af frárennsli frá mannfólki.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að bregðast þurfi við þróuninni á Mývatni hið snarasta. Kostnaður skipti þar engu máli. „Ég fagna því ef menn hafa peninga fyrir náttúruauðlindir landsins. Ég get náttúrlega ekki annað sem umhverfisráðherra en mjög fagnað því. Ef Jón Gunnarsson býr yfir slíkur fjármunum þá er ég einstaklega ánægð.“
Alþingi Tengdar fréttir „Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30 „Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17 Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir" Landvernd hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til að bjarga lífríki Mývatns. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkir ástandinu við náttúruhamfarir og segir að engu skipti hvað aðgerðirnar kosti, til þeirra verði að grípa. 6. maí 2016 19:30
„Viðkvæm náttúruperla á heimsvísu er undir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af ástandi lífríkis Mývatns. 6. maí 2016 08:17
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00