Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Þessi ljósmynd vakti mikla athygli við fyrstu frétta blaðsins 15. mars. mynd/árni Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Landvernd skorar á ríkisstjórnina að grípa tafarlaust til aðgerða til að vernda lífríki Mývatns og aðstoða Skútustaðahrepp til að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra síðdegis í gær. Áskorunin kemur í kjölfar fréttaflutnings síðastliðinna mánaða um grafalvarlegt ástand sem upp er komið, og áskorana umhverfisverndarsamtaka og nú síðast veiðifélags Laxár og Krákár á dögunum. Þar var ástandinu í vatninu líkt við neyðarástand sem bregðast yrði við tafarlaust. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan mars hefur mælst óhemju magn blábaktería í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, sagði í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma það engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004. Þegar þetta ástand er sett í samhengi við að hinn frægi kúluskítur heyrir að kalla sögunni til, þá segir Árni um bein orsakatengsl að ræða. Við það má bæta að bleikjustofn vatnsins er nánast horfinn og hornsílastofninn líka, eins og Fréttablaðið greindi frá.Guðmundur Ingi GuðbrandssonGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að þjóðin verði að axla betur ábyrgð þegar kemur að vernd okkar dýrmætustu náttúrugersema – sem Mývatn svo sannarlega er. „Enda er þetta ekki bara á ábyrgð Mývetninga heldur allrar þjóðarinnar og hefur með orðspor okkar í náttúruvernd og ferðaþjónustu að gera. Nú er mikilvægast að allir leggist saman á árarnar,“ segir Guðmundur og bætir við að vissulega eru þekktar miklar náttúrulegar sveiflur í lífríki Mývatns, en þær séu ekki á okkar valdi. „Það sem við getum gert er að tryggja að álag á vistkerfi vatnsins af mannavöldum sé ávallt haldið í algjöru lágmarki. Þegar er horft er til framtíðarnýtingar á svæðinu verður lífríki Mývatns og Laxár ávallt að njóta vafans.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa undanfarnar vikur lýst yfir furðu sinni á tómlæti stjórnvalda hvað varðar Mývatn – en sveitarstjórnarfólk lýsti t.d. í viðtali að umleitunum þeirra um aðstoð hafði ekki verið sinnt. Sérstaklega kemur þetta þeim sem gerst þekkja á óvart fyrir þá staðreynd að Mývatn og Laxá eru vernduð samkvæmt sérlögum, og viðurkennt af umhverfisráðuneytinu, í viðtali við Fréttablaðið, að leggi auknar skyldur á axlir stjórnvalda. Mývatn og Laxá hafa verið flokkuð á rauðan lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár, en það nær til þeirra svæða þar sem stofnunin „telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax,“ eins og segir í skýringum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum