Klepp, lið Jóns Páls Pálmarsonar, steinlá 7-1 á útivelli í kvöld á móti toppliði Lilleström í norsku kvennadeildinni í fótbolta.
Þetta var fyrsti leikur Klepp síðan að Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir fór aftur heim til Íslands til að hjálpa Selfossliðinu.
Guðmunda skoraði í síðustu tveimur leikjum sínum með liði Klepp og liðið vann þá báða. Klepp vann 3 af 6 leikjum sem Guðmunda spilaði með liðinu.
Guðmunda Brynja Óladóttir er búin að vinna þrjá leiki í röð því Selfoss vann 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í vikunni.
Norski landsliðsframherjinn Isabell Herlovsen skoraði þrennu fyrir LSK í leiknum en hin mörkin skoruðu þær Mimmi Matilda Löfwenius, Sherida Spitse og Emilie Haavi auk þess að eitt markið var sjálfsmark.
Isabell Herlovsen (10 mörk) og Sherida Spitse (6 mörk) eru tvær markahæstu leikmenn deildarinnar til þessa og Emilie Haavi (4 mörk) er þar í fjórða sæti.
Lilleström náði fjö0gurra stiga forskoti á toppnum með þessum sigri en markatala liðsins í fyrstu sjö leikjunum eru 28 mörk í plús (32-4). Klepp er í 6. sætinu með tíu stigum minna.
Stórt skellur hjá Klepp í fyrsta leiknum án Guðmundu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn