Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Barcelona eigi spænska deildarmeistaratitilinn fyllilega skilið, en Börsungar tryggðu sér titilinn með sigri á Granada í dag.
Barcelona vann Granada 3-0 í dag og tryggði sér þannig sinn 24. deildarmeistaratitil, en Zidane og lærisveinar hans urðu að gera sér silfrið að góðu.
„Við gáfumst aldrei upp og börðumst allt il enda. Ég er stoltur af liðinu, hvað við höfum afrekað og við erum enn að því. Eini hluturinn sem ég verð að segja vð þá - er að núna þurfum við að hvílast,” sagði Zidane eftir leikinn.
„Núna er mikilvægt að hvíla sig, eyða nokkrum dögum með fjölskyldum sínum og gleyma fótbolta. Svo komum við til baka. og undirbúum okkur fyrir úrslitaleikinn,” en Real spilar til úrslita Meistaradeildarinnar gegn grönnum sínum í Atletico í lok mánaðarins.
„Ég er stoltur af leikmönnunum og öllum sem tilheyra liðinu. Barcelona átti skilið að vinna deildina, en þú verður að taka hattinn ofan fyrir því sem við höfum gert,” sagði Frakkinn að lokum.
Zidane: Barcelona átti titilinn skilið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti
