Sérmál ef fýla ræður för á Landspítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir útboð auðvelda sparnaðarleið fyrir ríkið. Fréttablaðið/Anton „Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
„Ef menn hafa bara farið í fýlu og ekkert viljað gera þá er það bara alveg sérmál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um skort á þátttöku Landspítalans í samnorrænum lyfjaútboðum. Til mikils væri hins vegar að vinna. Orðin lét Guðlaugur falla á fundi Félags atvinnurekenda um útboðsmál hins opinbera í gærmorgun, en hann var þar meðal frummælenda.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, á morgunverðarfundi FA í gær. Fréttablaðið/AntonLandspítalinn hefur vísað til þess að breytingar á lögum um opinber innkaup 2011 hafi komið í veg fyfrir að hægt væri að fara í útboð með öðrum þjóðum vegna ákvæða um sérstakt samkeppnismat sem fara þarf fram vegna útboða erlendis. Guðlaugur vísar hins vegar til orða Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra ríkiskaupa, um að lögin séu ekki jafnhamlandi og virðast kunni. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ sagði Halldór í viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum.Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála, sem hélt erindi á morgunfundi FA um útboðsmál í gær, segir vanta eftirfylgni með útboðsmálum hjá hinu opinbera.Fréttablaðið/AntonMargrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur segir nauðsynlegt að fara vel yfir málið og kveðst hlakka til að kalla eftir svörum á vettvangi fjárlaganefndar. „Og fá að vita hvort það geti verið að menn hafi ekki látið á þetta reyna. Það er alveg stórmerkilegt ef menn hafa ekki gert það.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður á skrifstofu forstjóra Landspítalans, sem var á fundinum, bendir á að hér þurfi sérstakt markaðsleyfi til að koma lyfi á markað. „Það er ekki þannig að hægt sé að hlaupa út í heim og kaupa eitthvað lyf og flytja til landsins.“ Þar að auki séu lyfin verðskráð. „Og þá spyr maður: Til hvers að bjóða út lyf ef þau eru nú þegar með skráð opinbert markaðsverð,“ segir Baldvin. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, benti á fundinum líka á að lyfin sem rætt væri um að bjóða út erlendis væru sjúkrahúslyf, en þau væru, eins og málum væri nú háttað, á lægsta mögulega verði í Skandinavíu. „Þau eru skráð þannig á Íslandi.“ Þetta væri fyrirkomulag sem Álfheiður Ingadóttir hefði komið á í heilbrigðisráðherratíð sinni. „Ef þessi lyf væru boðin út erlendis þá er ekkert fyrirtæki á Íslandi sem gæti tekið þátt í því útboði.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí 2016.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00
Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Að mati Landspítalans hamla lög um opinber innkaup því að hægt sé að halda útboð á lyfjakaupum með öðrum þjóðum. Dæmi um allt að 70 prósenta lægra verð í Noregi. Heilbrigðisráðherra vill breyta lögum. 18. janúar 2016 07:00