80 þúsund manns á flótta vegna skógarelda Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2016 10:45 Frá Fort McMurray. Vísir/AFP Yfirvöld í Kanada tæmdu í gær bæinn Fort McMurray vegna gífurlegra skógarelda sem þegar hafa brennt hluta bæjarins til kaldra kola. Þrátt fyrir umfang eldsins hafa engar fregnir borist af því að einhver hafi látið lífið eða slasast alvarlega. Ekki liggur fyrir hve mörg heimili og fyrirtæki brunnu. Eldurinn hefur farið verulega hratt yfir og allt í allt hafa um 80 þúsund manns þurt að flýja undan honum. Mikið öngþveiti hefur verið á íbúum sem þurftu jafnvel að hlaupa út á nokkrum sekúndum eftir að eldur kom upp í húsi þeirra. Slökkviliðsmenn búast við því að ástandið muni ekki skána í dag. Enn sé heitt í veðri, þurrt og mikill vindur.Darby Allen, slökkviliðsstjóri Fort McMurray, segir daginn í gær hafa verið þann versta á ferli sínum. Hann sagði slökkviliðsmenn ekkert ráða við eldinn vegna þess hve hratt hann færi yfir.Um hundrað slökkviliðsmenn hafa verið að berjast við eldinn. Þeir hafa þar að auki notast við níu flugvélar og rúmlega 12 þyrlur. Liðsauki er á leiðinni til þeirra samkvæmt BBC. Herinn hefur beðinn um aðstoð. Um er að ræða umfengsmesta brottflutning Albertahéraðs Kanda. Aðeins einn vegur er út úr Fort McMurray og var umferð verulega mikil og þung. Lengi vel var eldurinn mjög nálægt veginum og hann fór svo yfir hann. Tímabundin aðstaða fyrir íbúa var sett up við nærliggjandi olíuvinnslur.Umfang skemmdanna liggur ekki fyrir og er verið að taka það saman. Enn logar eldur þó víða í Fort McMurray. Auk borgarinnar brann hjólhýsahverfi til kaldra kola. Darby Allen sagði íbúum að hann sýndi skilning á því að margir þeirra hefðu tapað öllu. Hann væri með menn að berjast við eldana sem einnig hefðu tapað öllu. Eldurinn hefur logað frá því á sunnudaginn og leit út fyrir að búið væri að ná tökum á honum á þriðjudagsmorgun. Þá breyttist vindáttin. Eldurinn magnaðist upp í gili nærri borginni og fór hratt í átt að henni.Eldurinn fer hratt yfir. Þurftu að yfirgefa heimili sín. Fréttir CBC frá því í gær. Myndbönd af samfélagsmiðlum. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Yfirvöld í Kanada tæmdu í gær bæinn Fort McMurray vegna gífurlegra skógarelda sem þegar hafa brennt hluta bæjarins til kaldra kola. Þrátt fyrir umfang eldsins hafa engar fregnir borist af því að einhver hafi látið lífið eða slasast alvarlega. Ekki liggur fyrir hve mörg heimili og fyrirtæki brunnu. Eldurinn hefur farið verulega hratt yfir og allt í allt hafa um 80 þúsund manns þurt að flýja undan honum. Mikið öngþveiti hefur verið á íbúum sem þurftu jafnvel að hlaupa út á nokkrum sekúndum eftir að eldur kom upp í húsi þeirra. Slökkviliðsmenn búast við því að ástandið muni ekki skána í dag. Enn sé heitt í veðri, þurrt og mikill vindur.Darby Allen, slökkviliðsstjóri Fort McMurray, segir daginn í gær hafa verið þann versta á ferli sínum. Hann sagði slökkviliðsmenn ekkert ráða við eldinn vegna þess hve hratt hann færi yfir.Um hundrað slökkviliðsmenn hafa verið að berjast við eldinn. Þeir hafa þar að auki notast við níu flugvélar og rúmlega 12 þyrlur. Liðsauki er á leiðinni til þeirra samkvæmt BBC. Herinn hefur beðinn um aðstoð. Um er að ræða umfengsmesta brottflutning Albertahéraðs Kanda. Aðeins einn vegur er út úr Fort McMurray og var umferð verulega mikil og þung. Lengi vel var eldurinn mjög nálægt veginum og hann fór svo yfir hann. Tímabundin aðstaða fyrir íbúa var sett up við nærliggjandi olíuvinnslur.Umfang skemmdanna liggur ekki fyrir og er verið að taka það saman. Enn logar eldur þó víða í Fort McMurray. Auk borgarinnar brann hjólhýsahverfi til kaldra kola. Darby Allen sagði íbúum að hann sýndi skilning á því að margir þeirra hefðu tapað öllu. Hann væri með menn að berjast við eldana sem einnig hefðu tapað öllu. Eldurinn hefur logað frá því á sunnudaginn og leit út fyrir að búið væri að ná tökum á honum á þriðjudagsmorgun. Þá breyttist vindáttin. Eldurinn magnaðist upp í gili nærri borginni og fór hratt í átt að henni.Eldurinn fer hratt yfir. Þurftu að yfirgefa heimili sín. Fréttir CBC frá því í gær. Myndbönd af samfélagsmiðlum.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira