Kári og Viðar Örn töpuðu bikarúrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 16:25 Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu. vísir/afp Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira