Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 22:20 Það var gaman hjá stuðningsmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. Liverpool vann 3-0 sigur á Villarreal í seinni undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni á Anfield í kvöld og þar með 3-1 samanlagt. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel í Sviss en leikurinn fer fram 18. maí næstkomandi. Liverpool hefur slegið út enska liðið Manchester United, þýska liðið Borussia Dotmund og spænska liðið Villarreal á leið sinni í úrslitaleikinn.Sjá einnig:Klopp: Þvílík frammistaða Liverpool hefur unnið átta af ellefu úrslitaleiknum sínum en liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1977, 1978, 1981 og 1984, Meistaradeildina 2005 og UEFA-bikarinn 1973, 1976 og 2001. Liverpool tapað síðasta úrslitaleik sínum í Evrópukeppni sem var á móti AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2007. Liverpool tapaði einnig á móti Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brussel árið 1985 og á móti Borussia Dortmund í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í maí 1966.Sjá einnig:Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool mætir spænsku liði í úrslitaleik en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliði 1981 og vann 5-4 sigur á Alaves í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001. Liverpool er þriðja enska liðið sem spilar til úrslita í Evrópudeildinni síðan að hún varð til en hin eru Fulham 2010 og Chelsea 2013. Flestir úrslitaleikir í Evrópukeppnum: 18 - Barcelona, Spáni 18 - Real Madrid, Spáni 15 - Juventus, Ítalíu 14 - Ac Milan, Ítalíu 12 - Liverpool, Englandi 12 - Bayern Münhcen, ÞýskalandiLeikmenn Liverpool fagna.Vísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu. Liverpool vann 3-0 sigur á Villarreal í seinni undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni á Anfield í kvöld og þar með 3-1 samanlagt. Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel í Sviss en leikurinn fer fram 18. maí næstkomandi. Liverpool hefur slegið út enska liðið Manchester United, þýska liðið Borussia Dotmund og spænska liðið Villarreal á leið sinni í úrslitaleikinn.Sjá einnig:Klopp: Þvílík frammistaða Liverpool hefur unnið átta af ellefu úrslitaleiknum sínum en liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1977, 1978, 1981 og 1984, Meistaradeildina 2005 og UEFA-bikarinn 1973, 1976 og 2001. Liverpool tapað síðasta úrslitaleik sínum í Evrópukeppni sem var á móti AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2007. Liverpool tapaði einnig á móti Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brussel árið 1985 og á móti Borussia Dortmund í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í maí 1966.Sjá einnig:Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool mætir spænsku liði í úrslitaleik en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliði 1981 og vann 5-4 sigur á Alaves í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001. Liverpool er þriðja enska liðið sem spilar til úrslita í Evrópudeildinni síðan að hún varð til en hin eru Fulham 2010 og Chelsea 2013. Flestir úrslitaleikir í Evrópukeppnum: 18 - Barcelona, Spáni 18 - Real Madrid, Spáni 15 - Juventus, Ítalíu 14 - Ac Milan, Ítalíu 12 - Liverpool, Englandi 12 - Bayern Münhcen, ÞýskalandiLeikmenn Liverpool fagna.Vísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira