Kurr í Borgarholtsskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. maí 2016 07:00 Ráða átti í starf skólameistarans frá og með 1. apríl en enn hefur ekkert gerst í stöðunni. Fréttablaðið/Pjetur Dregist hefur að ráða í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla, en fyrrverandi skólameistari lét af störfum fyrir rúmum mánuði. Einn kennara segir að kurr sé kominn í kennarahópinn, sem finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. „Umsóknarferlið er löngu búið og það er búið að liggja fyrir að fyrrverandi skólameistari yrði sjötug í mars. Þannig að það er ekkert þarna sem kemur fólki á óvart. Og við kennarar erum að upplifa svolítið virðingarleysi af hálfu stjórnvalda og svona ákveðna hunsun. Skiptir starf skólameistara þá ekki meira máli en það að það sé hægt að draga það mánuð eftir mánuð að ráða? spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við skólann. „Þetta er lítilsvirðandi framkoma stjórnvalda til okkar. Það er það sem við upplifun. Og við erum eiginlega bara steinhissa og ég held að það séu allir steinhissa á þessu máli,“ bætir hún við. Það sem flækir málið er að á meðal umsækjenda um starfið er starfsmaður mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ársæll Guðmundsson. Af þeirri ástæðu var ákveðið að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi ekki ráða í starfið heldur yrði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra falið það. „Þetta er orðin eins og heit kartafla og komið í innanríkisráðuneytið þar sem við vitum að ráðherrann hefur verið í veikindaleyfi,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.Ingi Bogi BogasonIngi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari og einn umsækjenda um stafið, tekur þó ekki eins djúpt í árinni og Hanna Björg. „Ég vil nú ekki segja að það sé kurr. En menn bíða eftir þessu og skilja ekki hvað tefur. Það er búið að fullvissa mig um að þetta muni skýrast innan tíðar og í sjálfu sér hefur þetta ekki stór áhrif á starfsemina. Við erum hérna á tiltekinni siglingu sem er samkvæmt skipulagi ársins forákvörðuð og það gengur vel,“ segir hann. Samkvæmt auglýsingu átti að vera búið að ráða í starfið 1. apríl síðastliðinn en Bryndís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi skólameistari, lét af störfum mánaðamótin mars/apríl. Hefur aðstoðarskólameistari gegnt stöðu skólameistara frá þeim tíma. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 2. febrúar og sóttu tíu manns um stöðuna, þrjár konur og sjö karlar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dregist hefur að ráða í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla, en fyrrverandi skólameistari lét af störfum fyrir rúmum mánuði. Einn kennara segir að kurr sé kominn í kennarahópinn, sem finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. „Umsóknarferlið er löngu búið og það er búið að liggja fyrir að fyrrverandi skólameistari yrði sjötug í mars. Þannig að það er ekkert þarna sem kemur fólki á óvart. Og við kennarar erum að upplifa svolítið virðingarleysi af hálfu stjórnvalda og svona ákveðna hunsun. Skiptir starf skólameistara þá ekki meira máli en það að það sé hægt að draga það mánuð eftir mánuð að ráða? spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við skólann. „Þetta er lítilsvirðandi framkoma stjórnvalda til okkar. Það er það sem við upplifun. Og við erum eiginlega bara steinhissa og ég held að það séu allir steinhissa á þessu máli,“ bætir hún við. Það sem flækir málið er að á meðal umsækjenda um starfið er starfsmaður mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ársæll Guðmundsson. Af þeirri ástæðu var ákveðið að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi ekki ráða í starfið heldur yrði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra falið það. „Þetta er orðin eins og heit kartafla og komið í innanríkisráðuneytið þar sem við vitum að ráðherrann hefur verið í veikindaleyfi,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir.Ingi Bogi BogasonIngi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari og einn umsækjenda um stafið, tekur þó ekki eins djúpt í árinni og Hanna Björg. „Ég vil nú ekki segja að það sé kurr. En menn bíða eftir þessu og skilja ekki hvað tefur. Það er búið að fullvissa mig um að þetta muni skýrast innan tíðar og í sjálfu sér hefur þetta ekki stór áhrif á starfsemina. Við erum hérna á tiltekinni siglingu sem er samkvæmt skipulagi ársins forákvörðuð og það gengur vel,“ segir hann. Samkvæmt auglýsingu átti að vera búið að ráða í starfið 1. apríl síðastliðinn en Bryndís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi skólameistari, lét af störfum mánaðamótin mars/apríl. Hefur aðstoðarskólameistari gegnt stöðu skólameistara frá þeim tíma. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 2. febrúar og sóttu tíu manns um stöðuna, þrjár konur og sjö karlar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira