Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2016 19:45 Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Lars Lagerbäck segir að það hafi verið erfið ákvörðun, bæði að tilkynna að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar og hvaða 23 leikmenn yrðu valdir í lokahóp Íslands fyrir EM í sumar. Hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í dag en hann hófst með því að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti um þá ákvörðun Lars Lagerbäck að endurnýja ekki samning sinn við KSÍ. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun. Ég hef notið þessara fjögurra ára og þetta hefur verið frábær tími,“ sagði Lagerbäck en viðtalið má sjá heild sinni hér fyrir ofan. „Ég er fæddur of snemma og þarf að vera raunsær. Ég held að það sé tímabært fyrir mig að hætta. Ég verð 68 ára í sumar og það er aðalástæðan.“ Hann segist hafa notið þeirra forréttinda að hafa fengið að þjálfa öflug landslið á sínum ferli. „Það er erfitt að bera þetta saman en það er alltaf sérstakt að komast á stórmót. Ég naut hverrar mínútu og ég tel að Svíþjóð og mörg önnur lönd geti lært heilmikið af Íslandi.“ Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu 23 manna lokahóp sinn fyrir EM í sumar og segir hann að það hafi vitanlega verið erfitt. En starfið krefur hann um erfiðar ákvarðanir. „Það er gott að þetta sé búið og nú getum við lagt lokahönd á okkar áætlanir fyrir næstu vikur. Það er alltaf gott að klára þetta.“ „En við erum manneskjur og ekki tilfinningalausar. Ég hef lært á árunum að maður verður að líta á þetta út frá faglegum sjónarmiðum. Við verðum að hugsa um hvað sé best fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu.“ „Ef þú getur ekki lifað með því þá ættirðu ekki að vera í þessu starfi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Gunnleifur Gunnleifsson segir í samtali við Vísi að hann bjóst við að fara með til Frakklands en verður nú í staðinn fremstur í stuðningsmannasveitinni. 9. maí 2016 15:36