Fótbolti

Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik Gíslason verður að óbreyttu ekki í lokakeppni EM í sumar.
Rúrik Gíslason verður að óbreyttu ekki í lokakeppni EM í sumar. vísir/getty
Það væri ófagmannlegt af okkur að velja hópinn út frá því hverjir eru vinir og hverjir ekki. Það er mín skoðun. Þetta sagði Lars Lagerbäck spurður út í val sitt á hópnum og hvort þar spilaði inn í, hvort þeir Heimir veltu fyrir sér, hvaða áhrif fjarvera eða nærvera einstakra leikmanna hefði.

Hörður Snævar Jónsson, blaðamaður hjá 433, spurði þá hvort þeir veltu til dæmis fyrir sér þeirri staðreynd að Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason hefðu verið herbergisfélagar undanfarin ár og bestu vinir. Nú væri ljóst að landsliðsfyrirliðinn myndi sakna vinar síns sem hefði verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár.

Lars svaraði því til að lið væri ekki valið út frá vinskap. Það væri ófagmannlegt. Hann hefði ekki upplifað annað en gott andrúmsloft allan sinn tíma með landsliðið og reiknaði með því að leikmenn tækju ákvörðuninni eins og fagmenn og skildu hana. 

„Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ sagði Lars og Heimir bætti við að leikmenn yrðu í einstaklingsherbergum í Frakklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×