Lögreglan misst tökin í 55 hverfum í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2016 23:15 Vísir/EPA Fjölmörg hverfi borga í Svíþjóð hafa verið skilgreind sem óörugg af lögreglu þar í landi. Gengi ungmenna virðast ráða þar og lögreglan fer ekki í hverfin nema með miklum viðbúnaði. Grjóti er beint gegn lögreglu og jafnvel skotvopnum og handsprengjum.Kort yfir hverfin 55 tekið úr skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð frá 2014.Nú hafa 55 hverfi í 22 borgum í suðurhluta Svíþjóðar verið skráð sem óörugg, en árið 1990 voru þau þrjú. Í ítarlegri umfjöllun NRK um hverfin kemur fram að þessi hverfi einkennist af miklu atvinnuleysi og að ungmenni hætti gjarnan í skólum þar. Rætt er við lögreglukonuna Biljana Flyberg sem fer ekki í umrædd hverfi án þess að vera vopnuð og í skotheldu vesti. Hún segir glæpagengin verða sífellt betur búin. Stundum sé lögreglan kölluð til í þessum hverfum með því markmiði að leggja gildru fyrir lögregluþjóna. Varðstjóri í Stokkhólmi segir frá því þegar handsprengju var kastað að rútu lögreglunnar. Sem betur fer hafi hún verið brynvarin, því annars hefðu margir lögregluþjónar látið lífið. Hann segir glæpagengin notast við útsendara á jöðrum umræddra hverfa og þeir láti yfirmenn sína vita þegar lögreglan nálgast.Hagfræðingurinn Tino Sanandaji, sem NRK ræddi við segir þetta til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist aðlaga innflytjendur að sænsku samfélagi. Þeir eigi erfitt með að finna störf og endi þess vegna á lægstu þrepum samfélagsstigans. Það auki á núning innan samfélagsins og ýti undir reiði og frekari einangrun. Starfsmenn miðilsins ræddu við Sanandaji á kaffihúsi í hverfi þar sem um 80 prósent íbúa eru í innflytjendur frá Asíu og Afríku. Í miðju viðtalinu veittist hópur ungmenna að þeim svo þeir þurftu að flýja frá kaffihúsinu. Sanandaji segir ljóst að stjórnmálamenn í Svíþjóð neiti að viðurkenna að innflytjendastefna landsins hafi misheppnast. Ójöfnuður hafi aukist gífurlega í landinu og fylkingamyndun hafi verið gífurleg.Þáttinn má sjá hér að neðan, en texta vantar að mestu eða hann er á sænsku. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fjölmörg hverfi borga í Svíþjóð hafa verið skilgreind sem óörugg af lögreglu þar í landi. Gengi ungmenna virðast ráða þar og lögreglan fer ekki í hverfin nema með miklum viðbúnaði. Grjóti er beint gegn lögreglu og jafnvel skotvopnum og handsprengjum.Kort yfir hverfin 55 tekið úr skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð frá 2014.Nú hafa 55 hverfi í 22 borgum í suðurhluta Svíþjóðar verið skráð sem óörugg, en árið 1990 voru þau þrjú. Í ítarlegri umfjöllun NRK um hverfin kemur fram að þessi hverfi einkennist af miklu atvinnuleysi og að ungmenni hætti gjarnan í skólum þar. Rætt er við lögreglukonuna Biljana Flyberg sem fer ekki í umrædd hverfi án þess að vera vopnuð og í skotheldu vesti. Hún segir glæpagengin verða sífellt betur búin. Stundum sé lögreglan kölluð til í þessum hverfum með því markmiði að leggja gildru fyrir lögregluþjóna. Varðstjóri í Stokkhólmi segir frá því þegar handsprengju var kastað að rútu lögreglunnar. Sem betur fer hafi hún verið brynvarin, því annars hefðu margir lögregluþjónar látið lífið. Hann segir glæpagengin notast við útsendara á jöðrum umræddra hverfa og þeir láti yfirmenn sína vita þegar lögreglan nálgast.Hagfræðingurinn Tino Sanandaji, sem NRK ræddi við segir þetta til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist aðlaga innflytjendur að sænsku samfélagi. Þeir eigi erfitt með að finna störf og endi þess vegna á lægstu þrepum samfélagsstigans. Það auki á núning innan samfélagsins og ýti undir reiði og frekari einangrun. Starfsmenn miðilsins ræddu við Sanandaji á kaffihúsi í hverfi þar sem um 80 prósent íbúa eru í innflytjendur frá Asíu og Afríku. Í miðju viðtalinu veittist hópur ungmenna að þeim svo þeir þurftu að flýja frá kaffihúsinu. Sanandaji segir ljóst að stjórnmálamenn í Svíþjóð neiti að viðurkenna að innflytjendastefna landsins hafi misheppnast. Ójöfnuður hafi aukist gífurlega í landinu og fylkingamyndun hafi verið gífurleg.Þáttinn má sjá hér að neðan, en texta vantar að mestu eða hann er á sænsku.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira