Erlent

Taka yfirlýsingar Norður Kóreumanna ekki alvarlega

Mynd frá eldflaugaskoti Norður Kóreu.
Mynd frá eldflaugaskoti Norður Kóreu. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, gefur ekkert fyrir yfirlýsingar Norður Kóreumanna þess efnis að þeir muni hætta þróun kjarnavopna, ef Bandaríkjamenn hætta árlegum heræfingum sínum með Suður Kóreu.

Utanríkisráðherra Norður Kóreu lét þessi boð út ganga um helgina en Obama sagði á blaðamannafundi í gær að slíkar yfirlýsingar væru ekki teknar alvarlega í Washington og að Kim Jong-un leiðtogi Norður Kóreu og menn hans yrðu að gera betur, ætlist þeir til þess að á þá sé hlustað.

Um leið og tilboð Norður Kóreumanna kom þá skutu þeir langdrægri eldflaug frá kafbáti undan austurströnd Kóreuskagans.

Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmd eldflaugaskotið og segja það alvarlegt brot á samþykktum sem ætlað var að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaþróun landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×