Liverpool búið að bíða lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en United Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 11:30 Margir United-menn hafa fagnað enska titlinum síðan Ian Rush og félagar síðast urðu meistarar fyrir Liverpool 1990. vísir/getty Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Í dag er runnin upp dagur sem stuðningsmenn Manchester United hafa beðið eftir í langan tíma. Liverpool hefur, frá og með deginum í dag, beðið lengur eftir Englandsmeistaratitlinum en Manchester United þegar það gekk í gegnum sína lengstu eyðimerkurgöngu. Það sem meira er hefur Manchester United rakað inn Englandsmeistaratitlinum á þessu þurrkatímabili Liverpool og tekið fram úr erkifjendum sínum. Manchester United vann Englandsmeistaratitilinn árið 1967 undir stjórn Sir Matt Busy en fagnaði svo ekki sigri í efstu deild Englands á ný fyrr en undir stjórn Sir Alex Ferguson á stofntímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992/1993. Biðinvar 26 ár. Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 en Liverpool var besta lið Englands á níunda áratug síðustu aldar og vann titilinn sjö sinnum og í heildina ellefu sinnum frá 1973-1990.Steven Gerrard var hársbreidd frá því að endurheimta titilinn á Anfield 2014.vísir/gettyÞarna var allt í blóma hjá Liverpool sem bætti þremur bikarmeistaratitlum í safnið og varð Evrópumeistari fjórum sinnum á þessum tíma. Manchester United þurfti að sætta sig við þrjá bikarmeistaratitla á níunda áratug síðustu aldar en meira var það ekki. Þessi 26 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum er formlega orðin lengri en hjá Manchester United og halda nú dagarnir áfram að telja þar til bikarinn fer aftur á Anfield. Liverpool var grátlega nálægt því að verða Englandsmeistari fyrir tveimur árum en rann heldur betur á svellinu - sumir bókstaflega - á lokasprettinum. Frægt tap gegn Chelsea og enn frægara jafntefli gegn Crystal Palace gerðu út um titilvonir Liverpool það árið. Þegar Liverpool vann síðast Englandsmeistaratitilinn árið 1990 var staðan í landstitlum 18-7 fyrir Liverpool í baráttunni við Manchester United en Sir Alex Ferguson sneri gengi United við eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita. Skotinn vann þrettán enska meistaratitla með Manchester United og er liðið lang sigursælasta lið ensku úrvalsdeildarinnar og það sigursælasta í efstu deild með 20 titla gegn 18 titlum Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira