Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2016 15:57 Hlustað var á símtöl Björgvins um nokkurra mánaða skeið. Vísir/Getty/Ásta Sif Björgvin Mýrdal fagnar ekki niðurstöðu dómsmáls sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna ólögmætrar símhlerunar þrátt fyrir að hafa fengið dæmdar miskabætur. Hann segir niðurstöðuna fremur týpíska og hefur áhyggjur af því að ekkert breytist hvað varðar vinnuaðferðir lögreglunnar í fíkniefnamálum. „Manni líður bara eins og það hafi verið brotið á manni,“ segir Björgvin spurður um hvernig tilfinning það sé að komast að því að hlustað hafi verið á hvert einasta samtal í síma sem maður átti yfir nokkurra mánaða skeið.Vísir greindi frá málinu í gær en íslenska ríkið var dæmt til að greiða honum 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símhleranna. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir Björgvins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu Björgvins en ekki bróður hans og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl Björgvins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Björgvin segir að sér finnist enginn bera ábyrgð í málinu, hvorki dómarinn sem veitti heimildina til hlerunarinnar né lögreglumenn. „Þetta er samþykkt af dómara á stórfurðulegan hátt. Þeir samþykkja allt sem kemur inn á þeirra borð,“ segir Björgvin. „Ég vonaði að þetta mál myndi breyta einhverju, maður er ekki að þessu fyrir peningana. Það er á hreinu. Ég vil að þeir beri ábyrgð. Svona aðgerðir kosta mikið. Það er verið að fara fram á heimildir aftur og aftur og það er ekkert á bakvið þessar heimildir.“ Þá spyr hann á hverju ákvörðun um skaðabætur byggi. „Þetta er bara tala út í loftið.“ Björgvin bíður enn meðferðar máls sem er fyrir dómstólum og varðar ólögmæta handtöku að hans mati. Hann neitaði að leyfa lögreglu að leita á sér í Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og var handtekinn í kjölfarið. Tengdar fréttir Hleruðu síma án heimildar Íslenska ríkið hefur verið dæmt að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknar. 3. mars 2014 15:01 Fá gögn vegna símhlerunar afhent Ríkissaksóknari snéri við ákvörðun sérstaks saksóknara um afhendingu gagna: 18. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Björgvin Mýrdal fagnar ekki niðurstöðu dómsmáls sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna ólögmætrar símhlerunar þrátt fyrir að hafa fengið dæmdar miskabætur. Hann segir niðurstöðuna fremur týpíska og hefur áhyggjur af því að ekkert breytist hvað varðar vinnuaðferðir lögreglunnar í fíkniefnamálum. „Manni líður bara eins og það hafi verið brotið á manni,“ segir Björgvin spurður um hvernig tilfinning það sé að komast að því að hlustað hafi verið á hvert einasta samtal í síma sem maður átti yfir nokkurra mánaða skeið.Vísir greindi frá málinu í gær en íslenska ríkið var dæmt til að greiða honum 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símhleranna. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir Björgvins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu Björgvins en ekki bróður hans og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl Björgvins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Björgvin segir að sér finnist enginn bera ábyrgð í málinu, hvorki dómarinn sem veitti heimildina til hlerunarinnar né lögreglumenn. „Þetta er samþykkt af dómara á stórfurðulegan hátt. Þeir samþykkja allt sem kemur inn á þeirra borð,“ segir Björgvin. „Ég vonaði að þetta mál myndi breyta einhverju, maður er ekki að þessu fyrir peningana. Það er á hreinu. Ég vil að þeir beri ábyrgð. Svona aðgerðir kosta mikið. Það er verið að fara fram á heimildir aftur og aftur og það er ekkert á bakvið þessar heimildir.“ Þá spyr hann á hverju ákvörðun um skaðabætur byggi. „Þetta er bara tala út í loftið.“ Björgvin bíður enn meðferðar máls sem er fyrir dómstólum og varðar ólögmæta handtöku að hans mati. Hann neitaði að leyfa lögreglu að leita á sér í Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og var handtekinn í kjölfarið.
Tengdar fréttir Hleruðu síma án heimildar Íslenska ríkið hefur verið dæmt að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknar. 3. mars 2014 15:01 Fá gögn vegna símhlerunar afhent Ríkissaksóknari snéri við ákvörðun sérstaks saksóknara um afhendingu gagna: 18. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hleruðu síma án heimildar Íslenska ríkið hefur verið dæmt að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknar. 3. mars 2014 15:01
Fá gögn vegna símhlerunar afhent Ríkissaksóknari snéri við ákvörðun sérstaks saksóknara um afhendingu gagna: 18. ágúst 2015 07:00