Hleruðu síma án heimildar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2014 15:01 Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknara. Þá er íslenska ríkinu einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 550 þúsund krónur. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2011 var Sérstökum saksóknara heimiluð símhlerun. Heimildin var veitt fyrir tímabilið 10.júní 2011 til 19. sama mánaðar. Náði heimildin til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tiltekin símanúmer, eiginmanns konunnar auk þess að nema SMS-sendingar og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf þessara símanúmera. Auk hinna tilgreindu símanúmera var aðgerðin gagnvart öðrum símanúmerum og símtækjum sem eiginmaður konunnar hafði í eigu sinni eða umráðum. Ekki lá fyrir úrskurður um hlerun síma konunnar. Vísbending sem lögregla byggði á þegar hún hóf hlerun síma konunnar var sú að eiginmaður hennar hafði beðið viðmælanda sinn um að hringja í símanúmer hennar. Sú ályktun ein og sér dugði ekki til að heimila hlerun á síma hennar. Konan segir aðgerðirnar hafa valdið sér miska og að með hlerun síma hennar hafi verið brotið gróflega og alvarlega á rétti hennar til friðhelgi einkalífs. Málið sé enn alvarlegra þar sem hún sé hjúkrunarfræðingur og ræði einatt viðkvæm heilbrigðismálefni um einstakar persónur í símann. Þá segist hún sár, reið, upplifi öryggisleysi og sér líði illa. Hún hafi ekki fengið neinar upplýsingar um aðgerðirnar og verið mætt af fullkomnu virðingarleysi af hálfu embættis Sérstaks saksóknara. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknara. Þá er íslenska ríkinu einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 550 þúsund krónur. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2011 var Sérstökum saksóknara heimiluð símhlerun. Heimildin var veitt fyrir tímabilið 10.júní 2011 til 19. sama mánaðar. Náði heimildin til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tiltekin símanúmer, eiginmanns konunnar auk þess að nema SMS-sendingar og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf þessara símanúmera. Auk hinna tilgreindu símanúmera var aðgerðin gagnvart öðrum símanúmerum og símtækjum sem eiginmaður konunnar hafði í eigu sinni eða umráðum. Ekki lá fyrir úrskurður um hlerun síma konunnar. Vísbending sem lögregla byggði á þegar hún hóf hlerun síma konunnar var sú að eiginmaður hennar hafði beðið viðmælanda sinn um að hringja í símanúmer hennar. Sú ályktun ein og sér dugði ekki til að heimila hlerun á síma hennar. Konan segir aðgerðirnar hafa valdið sér miska og að með hlerun síma hennar hafi verið brotið gróflega og alvarlega á rétti hennar til friðhelgi einkalífs. Málið sé enn alvarlegra þar sem hún sé hjúkrunarfræðingur og ræði einatt viðkvæm heilbrigðismálefni um einstakar persónur í símann. Þá segist hún sár, reið, upplifi öryggisleysi og sér líði illa. Hún hafi ekki fengið neinar upplýsingar um aðgerðirnar og verið mætt af fullkomnu virðingarleysi af hálfu embættis Sérstaks saksóknara.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira