Hleruðu síma án heimildar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2014 15:01 Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknara. Þá er íslenska ríkinu einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 550 þúsund krónur. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2011 var Sérstökum saksóknara heimiluð símhlerun. Heimildin var veitt fyrir tímabilið 10.júní 2011 til 19. sama mánaðar. Náði heimildin til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tiltekin símanúmer, eiginmanns konunnar auk þess að nema SMS-sendingar og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf þessara símanúmera. Auk hinna tilgreindu símanúmera var aðgerðin gagnvart öðrum símanúmerum og símtækjum sem eiginmaður konunnar hafði í eigu sinni eða umráðum. Ekki lá fyrir úrskurður um hlerun síma konunnar. Vísbending sem lögregla byggði á þegar hún hóf hlerun síma konunnar var sú að eiginmaður hennar hafði beðið viðmælanda sinn um að hringja í símanúmer hennar. Sú ályktun ein og sér dugði ekki til að heimila hlerun á síma hennar. Konan segir aðgerðirnar hafa valdið sér miska og að með hlerun síma hennar hafi verið brotið gróflega og alvarlega á rétti hennar til friðhelgi einkalífs. Málið sé enn alvarlegra þar sem hún sé hjúkrunarfræðingur og ræði einatt viðkvæm heilbrigðismálefni um einstakar persónur í símann. Þá segist hún sár, reið, upplifi öryggisleysi og sér líði illa. Hún hafi ekki fengið neinar upplýsingar um aðgerðirnar og verið mætt af fullkomnu virðingarleysi af hálfu embættis Sérstaks saksóknara. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða konu 300 þúsund krónur vegna hlerun síma hennar af embætti Sérstaks saksóknara. Þá er íslenska ríkinu einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 550 þúsund krónur. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2011 var Sérstökum saksóknara heimiluð símhlerun. Heimildin var veitt fyrir tímabilið 10.júní 2011 til 19. sama mánaðar. Náði heimildin til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tiltekin símanúmer, eiginmanns konunnar auk þess að nema SMS-sendingar og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf þessara símanúmera. Auk hinna tilgreindu símanúmera var aðgerðin gagnvart öðrum símanúmerum og símtækjum sem eiginmaður konunnar hafði í eigu sinni eða umráðum. Ekki lá fyrir úrskurður um hlerun síma konunnar. Vísbending sem lögregla byggði á þegar hún hóf hlerun síma konunnar var sú að eiginmaður hennar hafði beðið viðmælanda sinn um að hringja í símanúmer hennar. Sú ályktun ein og sér dugði ekki til að heimila hlerun á síma hennar. Konan segir aðgerðirnar hafa valdið sér miska og að með hlerun síma hennar hafi verið brotið gróflega og alvarlega á rétti hennar til friðhelgi einkalífs. Málið sé enn alvarlegra þar sem hún sé hjúkrunarfræðingur og ræði einatt viðkvæm heilbrigðismálefni um einstakar persónur í símann. Þá segist hún sár, reið, upplifi öryggisleysi og sér líði illa. Hún hafi ekki fengið neinar upplýsingar um aðgerðirnar og verið mætt af fullkomnu virðingarleysi af hálfu embættis Sérstaks saksóknara.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira