Fær bætur frá ríkinu: Hleranir í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn komu að engu gagni Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2016 23:06 Héraðsdómur sagði manninn ekki hafa gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans. Vísir/Getty Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira