Fær bætur frá ríkinu: Hleranir í umfangsmikilli fíkniefnarannsókn komu að engu gagni Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2016 23:06 Héraðsdómur sagði manninn ekki hafa gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans. Vísir/Getty Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 600 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætra símahleranna.Maðurinn fór fram á þrjár milljónir í miskabætur frá ríkinu. Málið hófst á sameiginlegri rannsókn nokkurra lögregluliða á Norðurlöndunum á ætluðum innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni til Danmerkur, Íslands og Noregs árið 2012. Einn hinna grunuðu í fíkniefnamálinu er bróðir mannsins og var aflað heimildar til að hlusta á síma sem bróðirinn var með í sínum vörslum. Hlustun hófst 25. maí árið 2012 en síðar kom í ljós að símanúmerið var í eigu mannsins og var þá fengin ný heimild héraðsdóms 22. júní sama ár til að hlera númer hans. Þessar hleranir stóðu á grundvelli tveggja annarra úrskurða, 19. júlí og 17 ágúst, til 14. september 2012. Manninum var tilkynnt um þessar hleranir 12. desember sama ár.Maðurinn gaf lögreglu enga ástæðu til þessara inngripa Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekkert í málinu benda til þess að lögregla hafi haft ástæðu til að hlusta og hljóðrita símtöl mannsins eftir 20. júlí árið 2012 og líkur standa raunar til þess að hætta hefði átt hlustun mun fyrr, jafnvel fljótlega eftir að hún hófst 22. júní sama ár. Segir í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki gefið lögreglu ástæðu til þessara inngripa í einkalíf hans.Bróðir mannsins dæmdur í 12 ára fangelsiÍ fyrsta úrskurðinum fyrir símahlerun var því haldið fram að bróðir mannsins treysti honum best og talið að maðurinn ætti að taka við talsverðum peningafjárhæðum vegna fíkniefnaviðskiptanna. Í síðari úrskurðinum var minna vikið að hlut mannsins, en hann sagður samstarfsmaður bróður síns. Rannsókn málsins leiddi til handtöku þriggja manna og sakfellingar fyrir vörslu og innflutning á tugum kílóa amfetamíns. Var bróðir mannsins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að rannsakendur málsins töldu ekki óhætt, vegna rannsóknarhagsmuna, að greina manninum frá því að rannsókn hefði verið hætt á hendur honum fyrr en með bréfi 19. mars árið 2014. Þá var talið nauðsynlegt af rannsakendum að klára fyrst skýrslustökur af sakborningum fyrir dómi. Maðurinn sagðist hins vegar hafa frétt af niðurfellingu frá lögmanni sínum 2. júní 2013 þegar hann kynnti honum bréf lögreglu þess efnis frá 28. maí 2014.Hleranirnar komu að engu gagniÍ niðurstöðu dómsins kom fram að öll þau atvik sem talin voru tengja manninn við málið gerðust fyrir 22. júní 2012 og er aðkomu mannsins í samantekt lögreglu eftir þann dag í engu getið. Var horft til þess að ekkert þeirra atvika sem lögreglan taldi bendla manninn við málið kom til vitneskju lögreglu fyrir tilstilli hlerunar á honum. Þá sýndu engin gögn fram á að hlerunin hafi orðið að einhverju gagni við rannsókn málsins, og raunar bendi ekkert til þess að hún hafi skilað nokkrum sköpuðum hlut.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira