Verð aldrei laus við meiðslin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. mynd/hilmar Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir. Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir.
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn