Verð aldrei laus við meiðslin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. mynd/hilmar Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir. Fótbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Eftir nokkurra mánaða bið hefur Ísland að nýju leik í undankeppni EM 2017 en liðið mætir Hvít-Rússum ytra klukkan 15.00 í dag. Leikurinn fer fram í Minsk en þar hefur farið vel um íslensku leikmennina að sögn fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Hér erum við á glæsilegu hóteli og fáum frábæran mat. Það fer mjög vel um okkur. Þetta sýnir metnað hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir okkur. Þannig á það líka að vera,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær.Stórt ár fram undan Margrét Lára er nú aftur komin til Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnumennsku og þar sem tímabilið hér á landi hefst ekki fyrr en í næsta mánuði er langt síðan hún fékk að spila alvöru mótsleik. „Loksins, segir maður bara. Það er gott að geta spilað þessa EM-leiki aftur og klárað þetta verkefni með því að komast áfram. Það er stórt ár fram undan og við erum mjög spenntar fyrir því að hefja það fyrir fullt og allt.“Læri að lifa með þessu Margrét Lára á sannarlega ótrúlegan landsliðsferil að baki sem telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hún hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri, mismikið þó, undanfarin átta ár. Hún segir að staða hennar sé í raun óbreytt eftir veturinn. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Það koma góðir tímar og slæmir en þessi meiðsli munu fylgja mér út minn feril. Ég læri sífellt betur inn á þetta og hvernig ég get stjórnað álaginu. En ég held að ég verði aldrei laus við þetta. Því miður,“ segir Margrét Lára hreinskilin.Refsað eftir Algarve Hún fór með landsliðinu til Algarve í febrúar þar sem hún spilaði tvo heila leiki á tíu dögum auk þess sem hún æfði milli leikja. Það var mikið álag. „Það verður að teljast nokkuð gott í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“ þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að taka skref til baka en nú er ég orðin nokkuð góð á ný,“ segir hún en Margrét Lára ítrekar að hún njóti fótboltans sem aldrei fyrr á ferlinum. „Mér líður mjög vel eins og er. Ég tek bara einn dag og einn leik fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég er landsliðsmaður og fyrirliði og nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég hugsa bara jákvætt því annað brýtur mann bara niður. Ef að rétta hugarfarið er ekki til staðar þá er þetta töpuð barátta.Ætlum að vinna Ísland er með fullt hús stiga í undankeppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í haust. Skotar eru einnig með fullt hús stiga en eftir fimm leiki. Ísland hefur spilað þrjá en þessi lið mætast í Falkirk þann 3. júní og skiptir því miklu máli að misstíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn Skotum. Kvennalandsliðið hefur áður misstigið sig á útivelli í undankeppnum stórmóta og segir Margrét Lára að það sé víti til varnaðar. „Við notum þá reynslu á góðan hátt. Við teljum okkur það reynslumiklar og það góðar að við ætlum ekki að leyfa því að gerast aftur. Við berum virðingu fyrir hverjum andstæðingi en förum í hvern leik með það að markmiði að vinna hann. Ef við gerum það ekki þá fyrst eru hættumerkin til staðar,“ segir Margrét Lára Viðardóttir.
Fótbolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu