Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:19 Nú má nefna börn Ugluspegill, Kinan, Silfra, List og Susie. vísir/getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað. Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað.
Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17