Fótbolti

Benzema verður ekki með á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema hefur leikið sinn síðasta landsleik, allavega í bili.
Benzema hefur leikið sinn síðasta landsleik, allavega í bili. vísir/getty

Franska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að Karim Benzema, framherji Real Madrid, verði ekki með Frakklandi á EM á heimavelli í sumar. Benzema staðfesti þetta sömuleiðis á Twitter í dag.



Benzema var settur í tímabundið bann með landsliðinu í vetur eftir að upp komst um tilraun hans til að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, samherja hans í landsliðinu.



Benzema var handtekinn í byrjun nóvember í fyrra en honum var gefið að sök að hafa ætlað að kúga fé út úr Valbuena með því að hóta að setja kynlífsmyndband af honum í dreifingu.



Benzema, sem er 28 ára, lék sinn fyrsta landsleik árið 2007. Hann hefur alls leikið 81 landsleik og skorað 27 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×