Engar teikningar til af Exeter-húsinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:15 Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00