Klopp: Síðustu vikur hafa gefið okkur mikið sjálfstraust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:30 Jürgen Klopp á blaðamannfundinum í gær. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki ætla að spila upp á markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 í 1-1 jafnteflinu í fyrri leiknum út í Þýskalandi og því nægir markalaust jafntefli Liverpool til að komast í undanúrslitin. Seinni leikurinn fer fram í kvöld á Anfield í Liverpool og hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. „Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri leiknum í síðustu viku og sömu sögu má segja af Dortmund. Þeir eru samt búnir að eiga frábært tímabil. Það er ekki nóg að verjast bara á móti Dortmund því það verður að vera jafnvægi á milli sóknar og varnar," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við verðum að gleyma leiknum í síðustu viku og koma inn í þennan leik með annað hugarfar. Það verður svo sannarlega enginn hvítur fáni á lofti hjá okkur," sagði Klopp. „Ég held að það sé engin sérstök pressa á okkur í þessum leik. Við fáum nú frábært tækifæri til að komast í undanúrslit og að vinna titil sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Klopp. „Síðustu vikur hafa gefið okkur aukið sjálftraust. Það var aðeins í seinni hálfleiknum á móti Southampton (fengu á sig þrjú mörk og töpuðu 3-2) sem liðið tók skref í ranga átt," sagði Klopp. „Við erum tilbúnari í þetta en við vorum fyrir nokkrum mánuðum. Við erum að vaxa sem hópur, það er meiri trú og engin er í vafa um það sem við ætlum að gera inn á vellinum," sagði Klopp. „Það skiptir samt engu máli hvað ég segi hér því það hefur engin áhrif á útkomuna í leiknum," sagði Klopp. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki ætla að spila upp á markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 í 1-1 jafnteflinu í fyrri leiknum út í Þýskalandi og því nægir markalaust jafntefli Liverpool til að komast í undanúrslitin. Seinni leikurinn fer fram í kvöld á Anfield í Liverpool og hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. „Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri leiknum í síðustu viku og sömu sögu má segja af Dortmund. Þeir eru samt búnir að eiga frábært tímabil. Það er ekki nóg að verjast bara á móti Dortmund því það verður að vera jafnvægi á milli sóknar og varnar," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við verðum að gleyma leiknum í síðustu viku og koma inn í þennan leik með annað hugarfar. Það verður svo sannarlega enginn hvítur fáni á lofti hjá okkur," sagði Klopp. „Ég held að það sé engin sérstök pressa á okkur í þessum leik. Við fáum nú frábært tækifæri til að komast í undanúrslit og að vinna titil sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Klopp. „Síðustu vikur hafa gefið okkur aukið sjálftraust. Það var aðeins í seinni hálfleiknum á móti Southampton (fengu á sig þrjú mörk og töpuðu 3-2) sem liðið tók skref í ranga átt," sagði Klopp. „Við erum tilbúnari í þetta en við vorum fyrir nokkrum mánuðum. Við erum að vaxa sem hópur, það er meiri trú og engin er í vafa um það sem við ætlum að gera inn á vellinum," sagði Klopp. „Það skiptir samt engu máli hvað ég segi hér því það hefur engin áhrif á útkomuna í leiknum," sagði Klopp.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira