Enski boltinn

Arsenal heldur enn pressu á Tottenham og Leicester eftir sigur á Watford | Sjáðu mörkin

Arsenal heldur pressunni áfram á Tottenham og Leicester City eftir leiki dagsing í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal fékk Watford í heimsókn og átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja nágranna sína að velli. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Arsenal.

Þessi lið áttust nýlega við í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Emirates-vellinum, heimavelli Arsenal. Þá fór Watford með 2-1 sigur af hólmi en gestirnir sáu aldrei til sólar í dag.

Mörk Arsenal í leiknum skoruðu þeir Alexis Sanchez, Alex Iwobi, Hector Bellerin og Theo Walcott.

Arsenal er því komið með 58 stig og situr í þriðja sæti deildarinnar eftir 31 leik. Arsenal er þremur stigum á eftir Tottenham og átta stigum á eftir toppliði Leicester City.

Mörkin úr leiknum má sjá hér í fréttinni.

Alex Iwobi kom Arsenal í 2-0 með marki undir lok fyrri hálfleiks. Hector Bellerin kom Arsenal í 3-0 í síðari hálfleik. Theo Walcott kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða mark Arsenal gegn Watford.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×