Enski boltinn

Liverpool og Tottenham skildu jöfn í bráðfjörugum leik | Sjáðu mörkin

Liverpool og Tottenham þurftu að skiptast á jöfnum hlut þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu. Lokatölur urðu 1-1 en leikurinn var bráðfjörugur.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik náði Liverpool að brjóta ísinn á 63. mínútu. Þar var að verki brasilíski snillingurinn Philippe Coutinho með laglegu skoti.

Það tók Tottenham hins vegar ekki nema 12 mínútur að jafna en þar var að verki Harry nokkur Kane. Þetta var hans sjötta mark í síðustu fjórum deildarleikjum fyrir Tottenham.

Tottenham missti þar með af upplögðu tækifæri til að minnka forskot Leicester niður í tvö stig. Fyrir vikið er munurinn fjögur stig og Leicester á leik til góða. Liverpool er aftur á móti í 9. sæti með 45 stig og á litla möguleika á að ná Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð.

Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham gegn Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×