Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 17:35 Bjarni er í þröngri stöðu, því ekki er víst að hann njóti mikils stuðnings innan eigin flokks við að leiða Sigurð Inga inn í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24. Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24.
Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira