Sigrún fagnar því að fá fjölskylduvin í ríkisstjórn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:12 Sigrún Magnúsdóttir var sveipuð Framsóknargrænum hálsklút. Vísir/Birgir Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58