Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:58 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. vísir/daníel Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45