Erlent

Segist ekkert hafa að fela vegna Panamaskjalanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mauricio Macri, forseti Argentínu.
Mauricio Macri, forseti Argentínu. Vísir/EPA
Forseti Argentínu, Mauricio Macri, segist hafa ekkert að fela og að hann hafi ekki gert neitt rangt. Sett hefur verið af stað rannsókn þar sem forsetinn er skráður sem framkvæmdastjóri aflandsfélags í Panamaskjölunum. Macri heitir því vera samvinnuþýður rannsakendum.

Macri segist ekki hafa átt hlut í aflandsfélögum og að hann hefði ekki fengið greiðslur fyrir að vera framkvæmdastjóri slíkra félaga.

Í sjónvarpsávarpi í gær sagðist forsetinn ætla að leggja fram gögn í dag sem sönnuðu mál hans. Samkvæmt frétt BBC vilja rannsakendur komast að því að hvort að Macri hafi brotið lög með því að gefa tengsl sín við félagið ekki upp þegar hann varð borgarstjóri Buenos Aires árið 2007, né þegar hann varð forseti 2015.

Samkvæmt Panamaskjölunum var hann framkvæmdastjóri félagisins á árunum 1998 til 2009.

Hann viðurkenndi fyrr í vikunni að fjölskylda sín hefði sett félagið upp með hjá Mossack Fonsecea, en þar sem hann hefði aldrei fengið tekjur frá félaginu hefði ekki verið ástæða til að taka það fram á hagsmunaskrám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×