Innlent

Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Franski fréttamaðurinn þráspurði Bjarna.
Franski fréttamaðurinn þráspurði Bjarna. Mynd/Skjáskot af vef Canal +
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, reiddist Martin Weill, frönskum fréttamanni hjá Le Petit Journal, á blaðamannafundi á miðvikudaginn þegar hann ítrekað spurði hann hvort hann myndi ekki segja af sér vegna Panama-skjalanna. Fréttainnslagið má finna neðst í þessari frétt.

Panama-skjölin hafa fest sig í sögu eins lands, Íslands. Þetta segir í frétt Le Petit Journal um málið. Le Petit Journal er franskur fréttaskýringarþáttur sem færir Frökkum fréttir í gamansömum tón. Á þriðjudaginn ýttu mótmæli forsætisráðherranum út og eru tveir aðrir ráðherrar tengdir skjölunum. Þeir hættu ekki.

„Í gær boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundur og þú sérð að þar kom fram að þeir ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur," sagði Martin í fréttinni.

Á blaðamannafundinum spurði Martin Bjarna hvort hann ætlaði að sitja áfram í ljósi þess að mótmælendurnir úti væru að biðja um afsögn hans. „Það hljómar eins og þú haldir að ég muni ekki gera það,“ svarar Bjarni og segir að hann muni halda áfram.

Franska byltingin sem átti sér stað á árunum 1789 - 1799 var, eins og flestum er kunnugt, upphafið að því að einræðisríki véku fyrir lýðræðisríkjum í Evrópu. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, því heldur enginn fram, en það eru þó langflestir íbúar vestrænna ríkja sammála um að það sé skásta stjórnarformið sem við höfum. Ísland varð lýðveldi árið 1944. 

Tístarar hafa gert viðtalið að umtalsefni sínu eins og sjá má hér að neðan.

Sjá einnig: Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála

„Hvernig ætlar þú að gera það? Þeir munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú hættir?," spyr Martin.

„Sagði þér einhver það," svarar Bjarni.

„Já allir úti," segir Martin.

Þá svarar Bjarni að þeir munu fá sitt tækifæri í lýðræðislegum kosningum í haust.

„Þú ætlar ekki að hætta?," spyr þá Martin og svarar Bjarni ekki. 

„Er þetta lýðræði á Íslandi," spyr Martin þá. 

„Hvaðan ert þú," spyr Bjarni.

Eftir að Martin svarar honum að hann sé frá Frakklandi svarar Bjarni: „Við erum búin að kjósa 2007, 2009 , 2013 og núna 2016, fjórar alþingiskosningar á sjö árum það er lýðræði."

Martin heldur áfram að spyrja Bjarna, traustið sé brotið hvernig geti hann setið áfram og Bjarni svarar honum að hann verði að róa sig og segist hafa svarað spurningum Martin.

Fréttamenn hér á landi hafa þráspurt Bjarna þess sama, hvort honum sé sætt í embætti áfram, en það setur málið í nýtt samhengi að sjá erlendan miðil fjalla um málið og eiga bágt með að samþykkja útskýringar Bjarna.

Að lokum í þættinum segir þáttastjórnandinn kaldhæðnislega við Martin: „Þú ert að eignast vini á Íslandi!"

Hér fyrir neðan má sjá fréttina í heild sinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.