Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknar þegar hann rölti niður stigann á Alþingi. Kynnti hann stóru línurnar í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi fyrir alþjóð áður en oddvitar stjórnarflokkana gerðu það sama nokkru síðar. vísir/Ernir Eftir dag illa falinna leynifunda, óvissu og eftirvæntingar var það tilkynnt af Sigurði Inga Jóhannssyni, varaformanni Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, í Alþingishúsinu í gærkvöldi að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð á grunni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem sprakk á þriðjudag eftir kostulega framvindu atburða. Í stól forsætisráðherra sest Sigurður Ingi en ráðherralið nýrrar ríkisstjórnar er það sama og forrennara hennar að öðru leyti að kalla, og verkum er skipt með sama hætti. Enn er „óljóst“ hver mannar sæti Sigurðar Inga í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu – þó Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi reyndar fyrir hrein mistök gefið það uppi að Lilja Alfreðsdóttir, ráðgjafi Sigmundar Davíðs í efnahagsmálum, muni koma inn ríkisstjórnina sem utanþingsráðherra. Uppákomuna má sjá í myndbandinu að neðan.Það var samþykkt í þingflokki Framsóknar að tillögu Sigmundar Davíðs að sögn Sigurðar Inga sem lagði á það áherslu á blaðamannafundinum á tíunda tímanum að honum yrði ekki stýrt „úr aftursætinu“, eins og fjöldi blaðamanna spurði um. Heimildir Fréttablaðsins herma að engin sátt sé um ráðherraskipan Framsóknarflokksins, en hún mun ekki liggja fyrir fyrr en í dag. Hér á síðum blaðsins staðfestir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar, að hún er ekki sátt með að gengið hafi verið framhjá henni í annað sinn. Eins virðist þingflokkurinn ekki hafa tekið undir hugmyndir um að Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður þeirra, fengi stól Sigurðar Inga, eins og margir höfðu reyndar búist við. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu með formönnum stjórnarandstöðuflokkana áður en niðurstaðan var kynnt. Þeir lýstu því allir sem einn að fundi loknum að ekkert hefði komið þar fram sem breytti þeirri skoðun þeirra að ný ríkisstjórn væri andvana fædd – og við fyrsta tækifæri yrði lögð fram áður fyrirhuguð vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar. Bjarni sagði að tillagan yrði fellt með 38 atkvæðum – þeim styrka þingmeirihluta sem ný stjórn byggði á. Hann hafnaði því jafnframt að upplausnarástand ríkti í samfélaginu, og engum duldist að hann snöggreiddist við spurningar fjölmiðlamanna um verkefni og umboð nýrrar ríkisstjórnar. Sigurður Ingi og Bjarni sögðu aðspurðir að byggt verði áfram á málefnaskrá fyrri ríkisstjórnar, enda ljóst af öllu að þeir líta svo á að hún hafi fengið framhaldslíf. Mörg mál séu þegar afgreidd en kraftarnir nýttir til að aflétta gjaldeyrishöftum, húsnæðismálin yrðu kláruð sem og að heilbrigðismál yrðu í brennidepli. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur.Að neðan má sjá Bjarna og Sigurð Inga tilkynna niðurstöðu sína.Fyrir tölu Sigurðar Inga og Bjarna sló fjöldi mótmælenda taktinn á Austurvelli með þá megin kröfu á vörunum að þing skyldi rofið og boðað til kosninga eins fljótt og verða mætti. Þeirri kröfu er „svarað“ með því að kosið verður til Alþingis í haust – heilum þingvetri fyrr en til stóð. Hvenær það verður var hins vegar ekki gefið upp, og var á Sigurði Inga og Bjarna að skilja að framgangur stórra mála sem ætlunin er að klára muni stýra því. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr. Afdráttarlausar efasemdir þjóðarinnar um þróun mála birtust í gærmorgun, alla vega ef marka má niðurstöður skoðanakannana sem þá birtust og almannaróm. Boðað hefur verið til ríkisráðsfunda í hádeginu í dag. Á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð, biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Á öðrum fundi ríkisráðs mun ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, taka við völdum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Eftir dag illa falinna leynifunda, óvissu og eftirvæntingar var það tilkynnt af Sigurði Inga Jóhannssyni, varaformanni Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, í Alþingishúsinu í gærkvöldi að ný ríkisstjórn hefði verið mynduð á grunni ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem sprakk á þriðjudag eftir kostulega framvindu atburða. Í stól forsætisráðherra sest Sigurður Ingi en ráðherralið nýrrar ríkisstjórnar er það sama og forrennara hennar að öðru leyti að kalla, og verkum er skipt með sama hætti. Enn er „óljóst“ hver mannar sæti Sigurðar Inga í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu – þó Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi reyndar fyrir hrein mistök gefið það uppi að Lilja Alfreðsdóttir, ráðgjafi Sigmundar Davíðs í efnahagsmálum, muni koma inn ríkisstjórnina sem utanþingsráðherra. Uppákomuna má sjá í myndbandinu að neðan.Það var samþykkt í þingflokki Framsóknar að tillögu Sigmundar Davíðs að sögn Sigurðar Inga sem lagði á það áherslu á blaðamannafundinum á tíunda tímanum að honum yrði ekki stýrt „úr aftursætinu“, eins og fjöldi blaðamanna spurði um. Heimildir Fréttablaðsins herma að engin sátt sé um ráðherraskipan Framsóknarflokksins, en hún mun ekki liggja fyrir fyrr en í dag. Hér á síðum blaðsins staðfestir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar, að hún er ekki sátt með að gengið hafi verið framhjá henni í annað sinn. Eins virðist þingflokkurinn ekki hafa tekið undir hugmyndir um að Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður þeirra, fengi stól Sigurðar Inga, eins og margir höfðu reyndar búist við. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu með formönnum stjórnarandstöðuflokkana áður en niðurstaðan var kynnt. Þeir lýstu því allir sem einn að fundi loknum að ekkert hefði komið þar fram sem breytti þeirri skoðun þeirra að ný ríkisstjórn væri andvana fædd – og við fyrsta tækifæri yrði lögð fram áður fyrirhuguð vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar. Bjarni sagði að tillagan yrði fellt með 38 atkvæðum – þeim styrka þingmeirihluta sem ný stjórn byggði á. Hann hafnaði því jafnframt að upplausnarástand ríkti í samfélaginu, og engum duldist að hann snöggreiddist við spurningar fjölmiðlamanna um verkefni og umboð nýrrar ríkisstjórnar. Sigurður Ingi og Bjarni sögðu aðspurðir að byggt verði áfram á málefnaskrá fyrri ríkisstjórnar, enda ljóst af öllu að þeir líta svo á að hún hafi fengið framhaldslíf. Mörg mál séu þegar afgreidd en kraftarnir nýttir til að aflétta gjaldeyrishöftum, húsnæðismálin yrðu kláruð sem og að heilbrigðismál yrðu í brennidepli. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur.Að neðan má sjá Bjarna og Sigurð Inga tilkynna niðurstöðu sína.Fyrir tölu Sigurðar Inga og Bjarna sló fjöldi mótmælenda taktinn á Austurvelli með þá megin kröfu á vörunum að þing skyldi rofið og boðað til kosninga eins fljótt og verða mætti. Þeirri kröfu er „svarað“ með því að kosið verður til Alþingis í haust – heilum þingvetri fyrr en til stóð. Hvenær það verður var hins vegar ekki gefið upp, og var á Sigurði Inga og Bjarna að skilja að framgangur stórra mála sem ætlunin er að klára muni stýra því. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr. Afdráttarlausar efasemdir þjóðarinnar um þróun mála birtust í gærmorgun, alla vega ef marka má niðurstöður skoðanakannana sem þá birtust og almannaróm. Boðað hefur verið til ríkisráðsfunda í hádeginu í dag. Á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð, biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Á öðrum fundi ríkisráðs mun ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, taka við völdum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira