Fótbolti

Þrautarganga Emils heldur áfram | Buffon sló met í sigri Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon er búinn að standa vaktina vel í marki Juventus undanfarin ár.
Buffon er búinn að standa vaktina vel í marki Juventus undanfarin ár. vísir/getty
Áfram heldur þrautarganga Emils Hallfreðssonar í leit að deildarsigri, en Emil og félagar hans í Udinese gerðu 1-1 jafntefli við Sassuolo í dag.

Emil spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Udinese, en Duvan Zapata kom Udinese yfir í upphafi leiks. Matteo Politano jafnaði metin fyrir Sassuolo í síðari hálfleik og þar við sat.

Því kom ekki deildarsigur hjá Emil í dag, en hann hefur ekki unnið deildarleik síðan í maí í fyrra. Udinese er í 16. sætinu, með 31 stig - þremur stigum frá fallsæti.

Juventus heldur áfram að vinna leiki, en þeir unnu 4-1 sigur á Torino í grannslag. Morata skoraði tvö mörk og Pogba og Khedira skoraði sitt hvort markið í sigrinum.

Gianluigi Buffon sló met í Seríu A-deildinni, en hann bætti 22 ára gamalt met Sebastiano Rossi sem hélt hreinu í 929 mínútur. Buffon hélt hreinu í 974 mínútur áður en Torino skoraði á markvörðinn öfluga í dag.

Öll úrslit dagsins:

Atlanta - Bologna 2-0

Frosinone - Fiorentina 0-0

Hellas Verona - Carpi 1-2

Sampdoria - Chievo Verona 0-1

Sassuola - Udinese 1-1

Torino - Udinese 1-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×