Segir fjölgun borgarfulltrúa ekki endilega kalla á aukinn kostnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 14:15 Halldór bendir á að fjöldi fulltrúa hefur verið óbreyttur í um 100 ár. Vísir/samsett mynd Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór. Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað meira en 56 milljónir króna árlega. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur segir að kostnaður við fjölgunina geti verið óverulegur ef að borgin ráðist í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu samhliða fjölguninni. Forsætisnefnd borgarinnar hefur þegar hafið umræðu um hvernig mætti breyta til svo að fjölgunin muni kosta sem minnst. „Það er ýmislegt hægt að gera og við höfum verið að skoða möguleika í forsætisnefnd,“ segir Halldór Auðar. „Við erum í raun með tvöfalt kerfi eins og er. Við höfum mikið verið að sækja mikið fulltrúa í ráð og nefndir út fyrir hóp borgarfulltrúa. Kerfið hefur svolítið vaxið þannig þó að fjöldi borgarfulltrúa hafi ekki gert það. Í staðinn myndu bara borgarfulltrúar sitja þarna og þá væri kostnaðurinn kannski svipaður. Svo erum við með fyrstu varaborgarfulltrúa á launum, það er ekki víst að við höldum í það. Svo er ekki víst að við höldum launakjörum fyrir alla fulltrúa þannig að það er margt sem hægt er að gera,“ segir hann og bendir á að þetta sé gert í samræmi við landslög en breytingin á að taka gildi fyrir næstu sveitastjórnarkosningar 2018. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. „Fjöldi fulltrúa hefur staðið í stað um hundrað ár. Fjöldi fulltrúa hefur ekki aukist þrátt fyrir að skattstofninn vex með auknum fjölda íbúa. Ég held að hver fyrir sig verði að spyrja sig hvort að fulltrúafjöldi eigi að halda við í íbúa,“ segir Halldór.
Tengdar fréttir Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. 21. mars 2016 07:00