Annþór og Börkur sýknaðir Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 15:00 Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. „Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. „Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini. „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“ Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú. Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér. Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05