Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. mars 2016 15:51 Hér sést Dóri mæta á vinnustofu sína í fyrsta sinn eftir brunann. Vísir/Elvar Jóhannsson Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra. Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra.
Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43