Auglýsir eftir nýrri vinnustofu Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. mars 2016 15:51 Hér sést Dóri mæta á vinnustofu sína í fyrsta sinn eftir brunann. Vísir/Elvar Jóhannsson Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra. Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Halldór Ragnarsson, myndlistarmaðurinn sem missti allar eigur sínar í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku, er hvergi á því að leggja árar í bát. Í dag auglýsti hann eftir vinnustofu á Facebook því hann kitlar í puttana að fara skapa á ný. „Mig vantar vinnuaðstöðu. Þá get ég hægt og rólega farið að safna nýjum verkfærum,“ segir Halldór, eða Dóri eins og hann er kallaður. „Ég er bara ekki í aðstöðu til þess að geta tekið á móti nýju dóti núna. Um leið og ég myndi fá einhverja vinnuaðstöðu myndi ég bara byrja strax“. Eins og komið hefur fram var Dóri bæði með heimili sitt og vinnustofu í Grettisgötu 8. Allt innbú hans og öll listaverk brunnu þar til kaldra kola. Dóri var ótryggður. Vísir birti myndir daginn eftir brunann af nokkrum þeirra verka sem hurfu að eilífu í brunanum... eða hvað?Dóri ætlar að reyna endurvinna verkin eftir minni.Vísir/Halldór RagnarssonÆtlar að endurgera verkin sem brunnu„Ég er svo þrjóskur þannig að ég ætla að endurtaka mikið af þessu verkum aftur. Þá bara eftir minni. Þau verða náttúrulega aldrei eins en það er allt í lagi. Ég ætla að nýta mér þau verk til þess að koma mér aftur í gang. Það er góður staður til þess að byrja á til þess að koma sér aftur í gang. Þá get ég farið á smá auto-pilot með að vinna þau. Ég þarf ekki svo mikið til þess að geta byrjað á þeim.“ Dóri og kærasta hans, Rós Kristjánsdóttir fyrirsæta, hafa gist á sex mismunandi stöðum síðan í síðustu viku en fá bráðlega íbúð þar sem þau geta fengið út af fyrir sig í einhvern tíma. Þau hafa einnig fengið tvær ferðatöskur fullar af fötum. Þrátt fyrir að allt hafi horfið á svipstundu er það þakklætið sem er Dóra efst í huga. „Það eru allir tilbúnir að hjálpa. Það er svo mikil klisja en þegar maður lendir í svona, þá sér maður virkilega hvað er mikið til af góðu fólki. Þó það sé bara einhver að kasta til manns kveðju eða eitthvað slíkt. Bara svoleiðis hlutir þegar maður er í svona ástandi gera svo mikið. Ef það væri ekki fyrir þetta fólk þá væri maður bara starandi út um gluggann“. Í lok mánaðarins verður haldin styrktarsamkoma á Húrra fyrir Dóra, Rós og meðleigjanda þeirra.
Tengdar fréttir Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46 Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Játaði að hafa kveikt í húsnæði við Grettisgötu Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. 15. mars 2016 15:46
Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Gamla verkstæðið sem brann við Grettisgötu stendur á afar verðmætri 7 þúsund fermetra byggingalóð 10. mars 2016 19:00
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43