„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. mars 2016 16:48 Halldór greindi frá því í morgun að einu eignir hans eftir brunann væru fötin utan á honum og sundskýla. Visir/Halldór Ragnarsson Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn. Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Viðbrögð við heimilismissi Halldórs Ragnarssonar myndlistarmanns, kærustu hans Rós Kristjánsdóttur fyrirsætu og sambýlismanni þeirra sem misstu allt sitt í brunanum við Grettisgötu 87 í gærkvöldi hafa verið gríðarleg. Nú hafa vinir þeirra ákveðið að halda styrktarsamkomu á Húrra í lok mánaðarins fyrir þau en þar mun meðal annars verða settur upp nytjamarkaður og tónleikar til þess að safna peningum fyrir þau. Ekki er búið að ganga frá dagskránni en Benedikt Stefánsson, eða Bensöl eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist , er einn af vinum parsins og skipuleggjandi uppákomunnar. Hann segist búast við því að margir af vinum parsins muni bjóða sig fram og að í þeim hópi séu margir góðir og þekktir tónlistarmenn. Sjálfur hefur Halldór starfað sem plötusnúður um árabil auk þess að hafa leikið á bassa með hljómsveitunum Kimono og Sea Bear (sem síðar varð Sing Fang). „Við settum þetta upp í dag og ég er með yfir 20 missed calls í símanum mínum,“ segir Benedikt. „Nú förum við í það að setja saman dagskrá en ég er enn í vinnu og hef ekki haft tíma í dag.“ Styrktaruppákoman hefur hlotið nafnið „Hjálpum þeim“ og á Fésbókarsíðu atburðarins má sjá ýmsa bjóða fram aðstoð sína. Þar á meðal tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Finna má reikningsnúmer hins nýstofnaða styrktarsjóðs á síðunni. Eins og fram hefur komið missti parið alla búslóð sína og föt auk þess sem Halldór missti öll þau listaverk sem hann hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Allt var ótryggt. Inn á Fésbókarsíðum parsins hafa í dag flætt samúðarkveðjur. Halldór birti í dag færslu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn.
Tengdar fréttir „Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Í dag á ég bara fötin sem ég var í og sundskýluna mína“ Sjáið listaverk Halldórs Ragnarssonar sem glötuðust í brunanum á Grettisgötu 87 í gærkveldi. 8. mars 2016 12:00
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Í húsinu var meðal annars að finna einu elstu líkamsrætkarstöð landsins og kjallara sem eitt sinn hýsti fyrsta æfingarhúsnæði Sigur rósar. 8. mars 2016 13:43