Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Una Sighvatsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:00 Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24