Hundruð íbúða og bílastæða gætu risið á Grettisgötu Una Sighvatsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:00 Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Framtíðin er óljós á Grettisgötu 87. Húsið er nú í höndum Tryggingafélagsins og verktakar á þess vegum voru á vettvangi þegar fréttastofa leit við í dag, til að kanna hvort einhverjum verðmætum megi bjarga. Ljóst er að byggingarreiturinn er gríðarlega verðmætur, í hjarta Reykjavíkur. Brunabótamat þessarar gömlu verkstæðisbyggingar er um 200 milljónir króna, en reiturinn allur, svo kallaður Tryggingastofnunarreitur, er mikið flæmi, tæpir 7 þúsund fermetrar. Þetta er að hluta til eignarlóð en hinn hlutinn er í leigusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er í gildi deiliskipulag frá árinu 2006, sem gerir ráð fyrir að húsið að Grettisgötu 87víki fyrir íbúðabyggð.Hluti af andlitslyftingu Hlemms-svæðisins„Bæði á þessum reit og reyndar nokkrum reitum hér í kringum Hlemm var gert skipulag sem hlaut nafnið Hlemmur+ og var ætlað að leiða til endurfjárfestingar og andlitslyftingar á öllu svæðinu," sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar fréttastofa mælti sér mót við hann á Grettisgötu í dag. „Við sjáum að nú þegar eru að rísa 500 íbúðir og rúmlega það hérna í næsta nágrenni og þetta var einn af möguleikunum sem var boðið upp á.“ Gangi deiliskipulagið eftir myndi byggingamagn á reitnum ríflega tvöfaldast, úr 1600 fermetrum í 3900 fermetra, með þriggja hæða íbúðablokk í samræmi við blokkir sem eru þar fyrir auk bílastæðakjallara fyrir 500 bíla. Einn maður í gæsluvarðhaldi vegna brunansDagur segir slíkar umræður þó ekki tímabærar ennþá. „Ég held það sé efst í huga allra varðandi þennan eldsvoða að það varð ekki mannskaði og aðgerðir gengu vel. Ég á von á að það verði ekki fyrr en eftir helgi að það verði sest yfir það hverjar hugmyndir eigenda hér eru. „Ég held að það verði að virða þau verkefni sem eru brýnust hjá þeim sem voru með aðsetur hér og eru eigendur hérna en svo er borgin auðvitað tilbúin í samtal um leið og þeir telja tímabært hvernig við þróum þennan reit farsællega fyrir bara allt hverfið hér í kring.“ Lögregla rannsakar enn brunann á Grettisgötu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en einn maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans Til stendur að yfirheyra annan mann í tengslum við málið. Báðir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu. 9. mars 2016 19:16
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. 10. mars 2016 11:55
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent