Merkileg menningarsaga Grettisgötu 87 Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. mars 2016 13:43 Símon Birgisson tekur á því í Steve Gym. Vísir/SB Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir húsinu á Grettisgötu 87 sem brann í gær, á það sér ríka menningarsögu. Þar var ekki bara að finna vinnustofu myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar sem missti allt sitt í brunanum, heldur var þar líka líkamsræktarstöðin Steve Gym sem á sér rúmlega 36 ára sögu í Reykjavík og margir munu því sjá eftir. Einnig var kjallari hússins um skeið nýttur til þess að leigja hjómsveitum æfingarhúsnæði. „Ég var að æfa þarna rétt tæpum klukkutíma áður en eldurinn kom upp,“ segir Símon Birgisson leiklistarráðanautur Þjóðleikhússins en hann var einn þeirra sem lyfti reglulega lóðum á staðnum síðastliðin tvö ár. „Þarna æfðu margir af frægustu kraftlyftingarmönnum Íslands. Þar má nefna Baldvin Skúlason og Kára Elísson sem var margfaldur heimsmeistari. Svo má nefna Fredda Fighter, Gunnar Master og foringjann sjálfan Steve.Sjá einnig:„Í dag á ég bara fötin sem ég er í og sundskýluna mína“Áhugasamir geta fengið nasaþefinn af stemmningunni með áhorfi á heimildarmyndinni „Hrikalegir“ eftir Hauk Valdimar Pálsson sem var frumsýnd í fyrra. „Sumir hafa líst því þannig að tíminn hafi staðið í stað þarna. Þarna var bara ein regla, að rífa í lóðin! Það var hægt þarna í friði frá vinsælustu líkamsræktarstöðunum. Þetta var miklu meira en líkamsræktarstöð. Þetta er ákveðin menningararfleið og skaðinn er líka sögufræðilegur þar sem á veggjum hengu margar merkilegar ljósmyndir og annað,“ segir Símon.Sjá einnig:Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunansSigur Rós hóf ferilinn á Grettisgötunni og kallaðist þá Victory Rose.mynd/kóóMiðstöð grasrótar tónlistar En það er ekki bara núverandi starfssemi sem gerir húsnæðið merkilegt. Í kjallara hússins er í dag bílastæði en hér áður fyrr var staðurinn leigður út til tónlistar- og kvikmyndagerðamanna. Staðurinn var eins konar miðstöð grasrótar tónlistarsenunnar um stutt tímabil á tíunda áratugnum. Í kjallaranum var meðal annars eitt fyrsta æfingarhúsnæði hjómsveitarinnar Sigur Rósar sem þá hét Victory Rose. Af öðrum sveitum sem áttu æfingarhúsnæði í húsinu um skeið voru Síðan skein sól, Vinir Dóra, Júpíters, Maus, Strigaskór nr. 42, Ojba Rasta, Stilluppsteypa, Soma og Tjalz Gizur svo fátt eitt sé nefnt. Kvikmyndafyrirtækið Seylan Film Production gerði einnig út starfssemi sína þaðan um skeið. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17 Starfsfólk Persónuverndar finnur fyrir menguninni frá brunanum Forstjóri stofnunarinnar hleypti starfsfólki heim eftir hádegi vegna þess að fólki var farið að svíða í augun. 8. mars 2016 14:13 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir húsinu á Grettisgötu 87 sem brann í gær, á það sér ríka menningarsögu. Þar var ekki bara að finna vinnustofu myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar sem missti allt sitt í brunanum, heldur var þar líka líkamsræktarstöðin Steve Gym sem á sér rúmlega 36 ára sögu í Reykjavík og margir munu því sjá eftir. Einnig var kjallari hússins um skeið nýttur til þess að leigja hjómsveitum æfingarhúsnæði. „Ég var að æfa þarna rétt tæpum klukkutíma áður en eldurinn kom upp,“ segir Símon Birgisson leiklistarráðanautur Þjóðleikhússins en hann var einn þeirra sem lyfti reglulega lóðum á staðnum síðastliðin tvö ár. „Þarna æfðu margir af frægustu kraftlyftingarmönnum Íslands. Þar má nefna Baldvin Skúlason og Kára Elísson sem var margfaldur heimsmeistari. Svo má nefna Fredda Fighter, Gunnar Master og foringjann sjálfan Steve.Sjá einnig:„Í dag á ég bara fötin sem ég er í og sundskýluna mína“Áhugasamir geta fengið nasaþefinn af stemmningunni með áhorfi á heimildarmyndinni „Hrikalegir“ eftir Hauk Valdimar Pálsson sem var frumsýnd í fyrra. „Sumir hafa líst því þannig að tíminn hafi staðið í stað þarna. Þarna var bara ein regla, að rífa í lóðin! Það var hægt þarna í friði frá vinsælustu líkamsræktarstöðunum. Þetta var miklu meira en líkamsræktarstöð. Þetta er ákveðin menningararfleið og skaðinn er líka sögufræðilegur þar sem á veggjum hengu margar merkilegar ljósmyndir og annað,“ segir Símon.Sjá einnig:Lögreglan leitar að fjórum mönnum vegna brunansSigur Rós hóf ferilinn á Grettisgötunni og kallaðist þá Victory Rose.mynd/kóóMiðstöð grasrótar tónlistar En það er ekki bara núverandi starfssemi sem gerir húsnæðið merkilegt. Í kjallara hússins er í dag bílastæði en hér áður fyrr var staðurinn leigður út til tónlistar- og kvikmyndagerðamanna. Staðurinn var eins konar miðstöð grasrótar tónlistarsenunnar um stutt tímabil á tíunda áratugnum. Í kjallaranum var meðal annars eitt fyrsta æfingarhúsnæði hjómsveitarinnar Sigur Rósar sem þá hét Victory Rose. Af öðrum sveitum sem áttu æfingarhúsnæði í húsinu um skeið voru Síðan skein sól, Vinir Dóra, Júpíters, Maus, Strigaskór nr. 42, Ojba Rasta, Stilluppsteypa, Soma og Tjalz Gizur svo fátt eitt sé nefnt. Kvikmyndafyrirtækið Seylan Film Production gerði einnig út starfssemi sína þaðan um skeið.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17 Starfsfólk Persónuverndar finnur fyrir menguninni frá brunanum Forstjóri stofnunarinnar hleypti starfsfólki heim eftir hádegi vegna þess að fólki var farið að svíða í augun. 8. mars 2016 14:13 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Húsið metið á 200 milljónir króna Eigendurnir bíða eftir upplýsingum frá slökkviliðinu. 8. mars 2016 10:42
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki Sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. 8. mars 2016 12:17
Starfsfólk Persónuverndar finnur fyrir menguninni frá brunanum Forstjóri stofnunarinnar hleypti starfsfólki heim eftir hádegi vegna þess að fólki var farið að svíða í augun. 8. mars 2016 14:13