Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 14:16 Vísir Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Líðan Abel Dhaira, markvarðar ÍBV sem berst nú við krabbamein, er mun betri í dag en fyrir aðeins fáeinum vikum að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Abel spilaði með ÍBV fram á síðastliðið haust en greindist svo með krabbamein í kviðarholi aðeins nokkrum vikum síðar. Hann kom hingað til lands í byrjun janúar. Sjá einnig: „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Snemma kom í ljós að meinið hafði dreift sér víða um líkama Abels og hefur hann háð erfiða baráttu við veikindin síðustu vikurnar. En Óskar segir að það hafi aldrei komið til greina hjá Abel að gefa tommu eftir. „Maður hafði áhyggjur um daginn en nú virðist allt stefna í rétta átt,“ sagði Óskar í samtali við Vísi í dag.Ekki hluti af orðaforðanum „Abel er sjálfur mikill bjartsýnismaður að eðlisfari og hann talar ekki um annað en þegar hann kemur til baka og tekur annað tímabil með ÍBV. Að tapa er ekki hluti af hans orðaforða.“ Móðir hans kom til landsins fyrr í þessum mánuði og segir Óskar að það hafi breytt miklu. „Þegar hún kom þá fór þetta á réttu brautina.“ Sjá einnig: Fjársöfnun fyrir Abel Hlé hefur nú verið gert á lyfjameðferð Abels. „Hann var ekki tilbúinn þegar hún hófst og nú er verið að bíða eftir því að hann verði nógu sterkur til að hún geti hafist aftur.“Þarf engar áhyggjur að hafa Símasöfnun Vodafone lauk í gær en enn er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Abels fyrir þá sem vilja leggja honum lið. Að sögn Haralds Bergvinssonar, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir söfnunina, hefur hún gengið vel en hann gat þó ekki nefnt neinar tölur enn sem komið er. „Tilgangurinn með söfnuninni var að gera út um hvers kyns fjárhagsáhyggjur hans. Þeim tilgangi hefur verið náð sem er auðvitað frábært,“ segir Haraldur. Hann bendir á að söfnunin haldi áfram enda mikil óvissa í tengslum við svo alvarleg veikindi og mögulegan kostnað sem hlýst af þeim. Tilkynning ÍBV á sínum tíma:Þeir sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira