Halla Tómasdóttir býður sig fram Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 06:00 Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir. Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins verður boðað til blaðamannafundar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Í desemberbyrjun var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snortin, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nánustu áður en hún segði af eða á með framboð. Halla er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Fram kemur á stuðningssíðunni við framboð hennar að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjárfestingarsjóðinn Auði Capital. Undanfarin misseri hefur Halla mest starfað erlendis, meðal annars sem stofnandi Sisters Capital. Með framboði Höllu eru komnir fram átta sem segjast hafa hug á framboði, en það eru auk Höllu, Vigfús Bjarni Albertsson, Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í almennri umræðu í tengslum við hugsanlegt framboð eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Andri Snær Magnason, Össur Skarphéðinsson og Stefán Jón Hafstein. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins verður boðað til blaðamannafundar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Í desemberbyrjun var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snortin, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nánustu áður en hún segði af eða á með framboð. Halla er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Fram kemur á stuðningssíðunni við framboð hennar að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjárfestingarsjóðinn Auði Capital. Undanfarin misseri hefur Halla mest starfað erlendis, meðal annars sem stofnandi Sisters Capital. Með framboði Höllu eru komnir fram átta sem segjast hafa hug á framboði, en það eru auk Höllu, Vigfús Bjarni Albertsson, Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í almennri umræðu í tengslum við hugsanlegt framboð eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Andri Snær Magnason, Össur Skarphéðinsson og Stefán Jón Hafstein.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira