Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB Sæunn Gísladóttir skrifar 18. mars 2016 07:00 Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. Fréttablaðið/EPA Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusambandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborgarháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosningar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópusambandinu. Fjörutíu og níu prósent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýskalands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambandsins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira